21.sep 12:15 - 13:00

More than you know

Salurinn

Fordyri Salarins
Hádegistónleika í Salnum þar sem flutt verður tónlist af plötunni More Than You Know. Hlustendur mega eiga von á trega, fegurð, og nístandi en jafnframt notalegu hjartasári. 

Jazzplatan More Than You Know kom út á vínyl í sumarbyrjun 2022 og hefur hlotið frábærar viðtökur. Silva Þórðardóttir syngur, og Steingrímur Teague spilar á wurlitzer og filtdempað píanó ásamt því að raula annað slagið. Fyrir utan eitt örstutt bassaklarinettsóló – sem Jóel Pálsson leikur uppúr þurru í bláendann – koma engir aðrir flytjendur við sögu á plötunni. 

Lítið er um flugelda og bellibrögð í hljóðfæraleik, hverfandi áhersla lögð á hefðbundna sveiflu eða grúv. Í staðinn er  áherslan lögð á lögin sjálf, og í því að skapa þeim bæði veglega og sérstæða umgjörð. Í öllu falli virðist útkoman ganga vel í fólk, því hlustun á efnisveitum hefur verið óvenju mikil af jazzplötu að vera, og flest laganna á alþjóðlegum jazzspilunarlistum Spotify  

En nú stendur til að flytja herlegheitin á tónleikum, og til að gera nostursömum hljóðheimi plötunnar skil á tónleikum fá þau Silva og Steingrímur til liðs við sig Daníel Friðrik Böðvarsson á hljóðgervil og gítar. Hlustendur mega eiga von á trega, fegurð, og nístandi en jafnframt notalegu hjartasári 

„En þótt efnið megi kallast gamalkunnugt jazzmeti er flutningurinn það ekki. Söngurinn er afvopnandi einlægur, brothættur og heilsteyptur í senn, hrífandi án minnstu sýndarmennsku og kallast þar á við hljómborðsleikinn, á Wurlitzer rafmagnspíanó og dempað píanó sem gefur plötunni sérstæðan og óvenju mjúkan hljóm, þar sem eru leikin ótal tilbrigði við stefin og hljómana en ekki spiluð eiginleg jazzsóló með tilheyrandi flugeldasýningum. Svo kannski bregst okkur flokkunarfræðin, og þetta er ekki jazz og það er verið að leika á okkur?“

Halldór Guðmundsson

Menning á miðvikudögum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Viðburðir eru haldnir á víxl á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salnum þar sem boðið er upp á fjölbreytt erindi,  listamannaleiðsagnir og tónleika.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

FRAM KOMA

Silva Þórðardóttir

Daníel Friðrik Böðvarsson

Steingrímur Teague

UPPHITUN

Horfðu og hlustaðu

Deildu þessum viðburði

11
okt
Bókasafn Kópavogs
25
okt
Salurinn
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
15
nóv
Salurinn
22
nóv
Salurinn
29
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

28
sep
26
okt
Salurinn
20:30

Tvíhöfði

02
okt
07
okt
Bókasafn Kópavogs
03
okt
Bókasafn Kópavogs
04
okt
Bókasafn Kópavogs
04
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Salurinn
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
27
okt
Salurinn
20:30

Sunnanvindur

06
nóv
11
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

28
sep
26
okt
Salurinn
20:30

Tvíhöfði

05
okt
Salurinn
07
okt
Salurinn
08
okt
Salurinn
14
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
20:30

Jón Ólafs

21
okt
Salurinn
22
okt
Salurinn
25
okt
Salurinn
27
okt
Salurinn
20:30

Sunnanvindur

29
nóv
30
nóv
Salurinn

Sjá meira