Múltíkúltikórinn ásamt gítarleikaranum Ársæli Mássyni syngja lög frá Albaníu, Danmörku, Frakklandi, Tansaníu og Þýskalandi. Kórinn samanstendur af konum frá hinum ýmsu stöðum í heiminum og sungið er á albönsku, dönsku, frönsku, svahílí, þýsku – og að sjálfsögðu á íslensku líka. Lögin hafa öll heyrst í kvikmyndum en kórinn syngur í stiganum í Gerðarsafni svo gestir á báðum hæðum geti notið.
Stjórnandi kórsins er Margrét Pálsdóttir.
Heildardagskrá Safnanætur í Kópavogi má nálgast hér: https://www.facebook.com/events/625359728281860/
Deildu með okkur þinni upplifun og merktu myndirnar þínar með #kopnott2020. Menningarhúsin í Kópavogi – taka vel á móti þér.