10.jan 12:15 - 13:00

Salurinn

Spennandi spunatónleikar með Davíð Þór Jónssyni og Skúla Sverrissyni.

Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson fremja tónlistargaldur í upphafi nýs árs. Ekki missa af stefnumóti tveggja framúrskarandi spunatónlistarmanna í Salnum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Davíð Þór er meðal fremstu og fjölhæfustu tónlistarmanna landsins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra. Hann hefur leikið á tónlistarhátíðum víða um heim, gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda sviðsverka, kvikmyndir, útvarpsverk og sjónvarpsþætti og starfað náið með fjölda listamanna úr ólíkum geirum, má þar nefna náið samstarf hans og Ragnars Kjartanssonar.

Davíð Þór hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin sem og alþjóðleg verðlaun fyrir kvikmyndatónlistina úr Hross í oss og Kona fer í stríð. Davíð Þór var staðartónlistarmaður Salarins árið 2023 og hélt af því tilefni þrenna spunatónleika í tónleikaröðinni Spunaþríleikurinn en tónleikarnir fengu frábærar viðtökur.

Skúli Sverrisson hefur verið í framvarðasveit íslenskra tónlistarmanna um árabil og hefur á síðustu áratugum byggt upp einstakan feril sem samanstendur af tónsmíðum og iðkun eigin tónlistar annars vegar og hins vegar margbreytilegu samstarfi við breiðan hóp alþjóðlegra listamanna. Mætti þar nefna Laurie Anderson, Blonde Redehead, Wadada Leo Smith, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsay, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur. Sidsel Endresen, Víking Heiðar Ólafsson, Megas og Ólöfu Arnalds.

Skúli hefur verið flytjandi á yfir 100 hljómplötum og leikið vítt og breitt um heiminn. Hann hefur unnið sjö sinnum til Íslensku tónlistarverðlaunanna, t.a.m. Plötu ársins fyrir Seriu I og Jassplötu ársins fyrir The Box Tree ásamt Óskari Guðjónssyni en á báðum plötum var um tónsmíðar Skúla að ræða. Einnig hefur hann tvisvar hlotið tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.



Deildu þessum viðburði

08
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Salurinn

30
des
Salurinn
09
jan
Salurinn
11
jan
Salurinn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
26
jan
Salurinn
06
feb
Salurinn
09
feb
Salurinn

Sjá meira