17.jan 20:00

Ögrandi rómantík

Salurinn

Tónleikaröðin TÍBRÁ er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogs og hefur skipað stóran sess í íslensku tónlistarlífi.
4.200 - 4.800 kr.

Ungt og framúrskarandi tónlistarfólk tekst á við fjölbreytt litróf píanókvartetta á þessum áhugaverðu tónleikum þar sem saman renna gamalt og nýtt. Judith Weir er á meðal eftirsóttustu tónskálda samtímans en eftir hana hljómar í fyrsta sinn á Íslandi heillandi píanókvartett frá árinu 2000. Alfred Schnittke og Gustaf Mahler eiga í frjóu samtali þvert á aldir en kvartett Schnittkes frá 1988 er ljóðræn og örstutt hugleiðing um píanókvartett  Mahlers. Kvartett Mahlers er í einum þætti, saminn af 17 ára gömlu tónskáldi og er eina framlag þessa magnaða sinfóníuskálds til kammertónlistarinnar. Fjórða verkið á tónleikunum er svo hárómantískur píanókvartett Schumanns sem sver sig um margt í ætt við hinn stórfenglega píanókvintett tónskáldsins sem er frá sama skeiði en píanókvartett Schumanns er fullur af birtu, angurværð og fegurð.

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs

 

Efnisskrá:

Gustav Mahler (1860 – 1911):   
Píanókvartett í a-moll

Alfred Schnittke (1934 – 1998): 
Píanókvartett

Judith Weir (1954 – ):    
Píanókvartett (frumflutningur á Íslandi)

Robert Schumann (1810 – 1856):  
Píanókvartett í Es-dúr

FRAM KOMA

Sólveig Steinþórsdóttir

fiðla

Anna Elísabet Sigurðardóttir

víóla

Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir

selló

Þóra Kristín Gunnarsdóttir

píanó

Deildu þessum viðburði

30
mar
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Spilastuð

26
feb
Bókasafn Kópavogs
26
feb
Bókasafn Kópavogs
26
feb
Gerðarsafn
27
feb
Bókasafn Kópavogs
27
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

14
mar
Salurinn
15
mar
Salurinn
15
mar
Salurinn
16
mar
Salurinn
20
mar
Salurinn
27
mar
Salurinn

Sjá meira