24.nóv 13:30

Óvænt svörun

Salurinn

Cauda Collective frumflytur verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Hauk Gröndal, Samúel Samúelsson og Sigrúnu Jónsdóttur

Á þessum tónleikum hljóma glænýjar tónsmíðar eftir tónlistarfólk sem á að baki litríkan feril í heimum spunatónlistar, jazz-, popp- og raftónlistar, þau Hafdísi Bjarnadóttur, gítarleikara og tónskáld, Hauk Gröndal, klarinet- og saxófónleikara og tónskáld, Samúel J. Samúelsson, básúnuleikara og tónskáld og Sigrúnu Jónsdóttur, básúnuleikara, söngkonu og tónskáld.

Tónlistin er samin sérstaklega fyrir Cauda Collective sem er að þessu sinni skipuð þeim Björk Níelsdóttur, söngkonu, Sigrúnu Harðardóttur á fiðlu, Þóru Margréti Sveinsdóttur á víólu og Þórdísi Gerði Jónsdóttur á selló.

Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall klukkan 13:00. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.

Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Efnisskrá

Sigrún Jónsdóttir
Ég fann rödd – Vókalísa 

I. Uppgjör
II. Ég fann rödd
III. Andakt

Samúel Jón Samúelsson
Þrjár vögguvísur

Björk Níelsdóttir, Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir & Þórdís Gerður Jónsdóttir
Söngvar Úrsúlu

I. Friðarkross (SH)
II. Öskur Úrsúlu (ÞGJ)
III. Hungangskambur (ÞMS)
IV. Ó, djúprauða blóð (BN)

Haukur Gröndal
Sjö hvísl sálarinnar
I. Upphaf
II. Tár
III. Hjarta
IV. Orð
V. Von
VI. Ljós
VII. Endir

Hafdís Bjarnadóttir
Hyrnan 6
Romsa – Veður

Cauda Collective hefur vakið eftirtekt fyrir nýstárlegt efnisval og skapandi nálgun við tónleikaformið en hópurinn hefur starfað frá árinu 2018, komið fram á ótal tónleikum og tónlistarhátíðum, hérlendis og erlendis við frábærar undirtektir. 

Tónleikar Caudu Collective fléttast gjarnan í kringum ákveðin stef eða þemu þar sem aldagömul tónlist er sett í nýtt og frjótt samhengi auk þess sem nýsköpun hefur skipað veigamikinn sess á efnisskrám hópsins.  Cauda Collective hefur unnið náið með tónskáldum úr ólíkum áttum, má þar nefna tónskáld svo sem Báru Gísladóttur, Mugison, Ragnhildi Gísladóttur og Úlf Eldjárn auk fjölda annarra.

FRAM KOMA

Björk Níelsdóttir

söngkona

Hafdís Bjarnadóttir

tónskáld

Haukur Gröndal

tónskáld

Samúel J. Samúelsson

tónskáld

Sigrún Harðardóttir

fiðla

Sigrún Jónsdóttir

tónskáld

Þórdís Gerður Jónsdóttir

selló

Deildu þessum viðburði

18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

Sjá meira

03
apr
Salurinn
09
apr
Salurinn
12
apr
Salurinn
23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

02
maí
Salurinn
03
maí
04
maí
Salurinn
14
maí
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

18
maí
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
apr
Salurinn
03
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Gerðarsafn
04
apr
Salurinn
20:30

Belonging?

04
apr
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

03
apr
Salurinn
04
apr
Salurinn
20:30

Belonging?

09
apr
Salurinn
12
apr
Salurinn
16
apr
Salurinn
23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

27
apr
Salurinn
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira