Arnar Geir Halldórsson

Arnar Geir HalldórssonB.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla Arnar Geir Halldórsson er fæddur í Keflavík árið 2001. Hann hóf nám í sellóleik við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2009 og lauk framhaldsprófi þaðan í maí 2021. Hann naut leiðsagnar Pawels Panasiuk í upphafi náms síns en síðan tók Gréta Rún Snorradóttir við sem aðalkennari hans allt til útskriftar. […]
Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir

Hrafnhildur Eva GuðmundsdóttirBA Söngur Hrafnhildur Eva stundaði nám við Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og lauk við skólann framhaldsprófi í söng undir handleiðslu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur vorið 2020. Veturinn 2019-2020 hlaut hún fullan námsstyrk fyrir skólagjöldum úr Minningarsjóði Vilhálms Vilhjálmssonar. Hrafnhildur hefur sungið með Óperukór Reykjavíkur og er í söngleikja- og sviðslistakórnum Viðlagi þar sem hún fór […]
Augaleið með ÞYKJÓ

Sjá öll dýr eins og mannfólk? Aldeilis ekki! Dýr sjá heiminn á ólíkan hátt eftir tegundum. Sjón þeirra mótast af umhverfi þeirra og þörfum. Augaleið er skapandi listsmiðja þar sem við sjáum hvernig veröldin lítur út í augum annarra. Smiðjan er hluti af verkefninu Sjónarspil sem hverfist um sjónskynjun dýra og manna. Hönnunarteymið ÞYKJÓ leiðir […]
Rauðhetta

Silly Suzy og Salla Malla flytja ævintýrið um Rauðhettu á barnamenningarhátíð. Ef þú heldur að þú vitir allt um Rauðhettu þá skjátlast þér! Komdu og hlustaðu á einstakan, öðruvísi og jafnvel svolítið furðulegan flutning þeirrar Silly Suzy og Söllu Möllu á þessu sígilda ævintýri um Rauðhettu, þar sem áhorfendur fá að leika lykilhlutverk. Á meðan […]
Töfraloftbelgurinn | þátttökusýning

Töfraloftbelgurinn er þátttökusýning fyrir börn á leikskólaaldri. Listahópurinn Kvistur sýnir 30 mínútna barnasýningu á Barnamenningarhátíð á Bókasafni Kópavogs. Öll velkomin. Frítt inn. Töfraloftbelgurinn er þátttökusýning fyrir börn á leikskólaaldri (0-5 ára) og byggir á samnefndri barnabók eftir Hildi Kristínu Thorstensen sem fjallar um köttinn Prófessor og gömlu konuna Málfríði sem ferðast um á töfraloftbelg og lenda […]
Heimur fyrir litla hetju og DJ Sunna Ben

Barnamenningarhátíð í Kópavogi! Dagskrá í Gerðarsafni: 12:00 -14:00 – Kórónusmiðja með Sigrúnu Úu. Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá! Sköpum fallegar kórónur saman í skemmtilegri smiðju með Sigrúnu Úu. Smiðjan hentar öllum aldri og öll eru velkomin! Efniviður á staðnum. 15:00 – 17:00 – Heimur fyrir litla hetju. Dýrfinna Benita Basalan og Sadie Cook verða með […]
Sumarlestursgleði

Miðvikudaginn 21. maí kl.17.00 ætlum við að hefja sumarlestursátakið okkar með smá gleði á Bókasafninu. Ævar Þór Benediktsson kemur í heimsókn til okkar og les upp úr bókum sínum og verður með lestrarhvatningu fyrir börnin. Síðan munum við kynna sumarlestursátakið. Hlökkum til að sjá ykkur í sumarlestursskapi.
List og náttúra

List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið undir leiðsögn myndlistarkennara og skapa […]
Together – Úkraínsk klippimyndasmiðja – Pysanka

Velkomin í fjöltyngda klippimyndasmiðju! Í þessari spennandi smiðju verður gestum boðið að búa til sínar eigin klippimyndir þar sem við munum blanda saman myndum af úkraínskri náttúru og dýrum, og fyrir þau sem vilja, einnig myndum af hefðbundnum úkraínskum páskaeggjum sem kallast Pysanka. Saman munum við fræðast um úkraínskar páskahefðir og uppgötva sögu Pysanka, en […]
Together – Fjöltyngd smiðja – Pysanka úkraínskar klippimyndir

Í þessari spennandi smiðju verður gestum boðið að búa til sínar eigin klippimyndir þar sem við munum blanda saman myndum af úkraínskri náttúru og dýrum og, fyrir þau sem vilja, einnig myndum af hefðbundnum úkraínskum páskaeggjum sem kallast Pysanka. Saman munum við fræðast um úkraínskar páskahefðir og uppgötva sögu Pysanka, en í Úkraínu eru páskarnir […]
Sólskoðun

Tilkynning: Sólskoðun fellur niður 11. júní. Vegna óhagstæðs skýjafars verður að fella niður fyrirhugaða sólskoðun í dag þann 11. júní. Við vonumst til að finna nýjan og hentugan tíma síðar á næstu vikum þegar sólin lætur sjá sig. Hann verður auglýstur síðar með skömmum fyrirvara. – Nú í tilefni af sumri og hækkandi sól ætlar […]
Spilaklúbbur | 13-17 ára

Nýr spilaklúbbur fyrir 13-17 ára hefur göngu sína. Klúbburinn hittist vikulega á þriðjudögum kl. 15 í ungmennadeild aðalsafnsins á 3. hæð og spilar saman. Öll ungmenni hjartanlega velkomin!