10.maí 12:15 - 13:00

Rachmaninoff 150 ára

Salurinn

Píanósónata númer 2 í flutningi Ernu Völu Arnardóttur

Erna Vala píanóleikari flytur hina magnþrungnu Píanósónötu nr. 2 eftir Sergei Rachmaninoff á hádegistónleikum í Salnum. Flutningnum fylgir hún úr hlaði með umfjöllun um verkið og tónskáldið en tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 150 ára afmæli Rakhmaninoff. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Rússneska tónskáldið og píanóvirtúósinn Sergei Rachmaninoff (1873 – 1943) samdi píanósónötu númer tvö árið 1913, þá fertugur að aldri og á hátindi tónsmíðaferils síns. Tæpum tuttugu árum síðar endurskoðaði Rachmaninoff verkið, yddaði og tók út það sem honum fannst vera ofaukið. Píanósónata númer tvö telst til helstu verka tónskáldsins, einkennist af þéttum hljómavef, áhrifamiklum blæbrigðum og útheimtir tæknilega yfirburði og mikla skáldlega andagift flytjandans.

Erna Vala Arnardóttir (f. 1995) lauk bakkalárgráðu í píanóleik við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté 2017 og meistaragráðu í píanóleik við Síbelíusarakademíuna í Helsinki undir leiðsögn Hömsu Juris vorið 2019. Hún hóf svo doktorsnám við USC Thornton School of Music í Kaliforníu sem Fulbright-styrkþegi undir handleiðslu Bernadene Blaha haustið 2019. Erna Vala hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hérlendis og erlendis og verið sæmd ótal viðurkenningum fyrir leik sinn.

Efnisskrá:

Sergei Rachmaninoff (1873-1943):
Píanósónata nr. 2, Op. 36 (útg 1931)

I. Allegro agitato
II. Non allegro – Lento
III. Allegro molto

FRAM KOMA

Erna Vala Arnardóttir 

Píanó

UPPHITUN

Horfðu og hlustaðu

Deildu þessum viðburði

26
feb
Gerðarsafn
05
mar
Bókasafn Kópavogs
02
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Salurinn
07
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Spilastuð

26
feb
Bókasafn Kópavogs
26
feb
Bókasafn Kópavogs
26
feb
Gerðarsafn
27
feb
Bókasafn Kópavogs
27
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

14
mar
Salurinn
15
mar
Salurinn
15
mar
Salurinn
16
mar
Salurinn
20
mar
Salurinn
27
mar
Salurinn

Sjá meira