12.nóv ~ 25.jan

Skúlptúr/skúlptúr/performans

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Sýningin hvílir á skilum – í titrandi rýmum á milli einnar tilveru og annarrar. Líf okkar er uppfullt af endalausum tilfærslum og breytingum – þöglum eða skyndilegum, lúmskum eða yfirgnæfandi. Augnablikið áður en augnaráð mætast, rýmið á milli líkama á dansgólfinu. Kyrrðin áður en sólin birtir upp svartnættið. Þögnin eftir að hafa yfirgefið herbergi fullt af fólki, og flöktið í skjá í myrkrinu. Róin eftir partýið, þegar hjartað slær enn ört en heimurinn virðist hægari. Titringurinn í hálsinum þegar þú ert að fara að segja það.

Sýningin Skúlptúr/skúlptúr/performans kannar skörun og titring á milli höggmyndalistar og gjörningalistar þar sem skynjun, form og merking hliðrast. Skúlptúr ummyndast í gjörning; gjörningur líður yfir í mynd og hljóð; hljóð hliðrast í skúlptúr. Ekkert er statískt. Listafólk sýningarinnar eru Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Styrmir Örn Guðmundsson, Regn Sólmundur Evu, Curro Rodriguez, Jasa Baka, Post Performance Blues Band (Álfrún Örnólfsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Hrefna Lind Lárusdóttir), Mjólk (Hlín Gylfadóttir, Karlotta Blöndal, Unnar Örn Auðarson) og Hekla Dögg Jónsdóttir. Sýningarstjóri er Jo Pawlowskx.

Sýningarröðin Skúlptúr/skúlptúr kannar skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægur hluti listasögunnar heldur einnig sem hluti af lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningarröðin sækir í tilraunamennsku og framúrstefnu Gerðar Helgadóttur.

Ljósmynd: Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Bogi, 2025

LISTAFÓLK

Curro Rodriguez

Hekla Dögg Jónsdóttir

Jasa Baka

Kristín Helga Ríkharðsdóttir

Mjólk (Hlín Gylfadóttir, Karlotta Blöndal, Unnar Örn Auðarson)

Post Performance Blues Band (Álfrún Örnólfsdóttir, Hrefna Lind Lárusdóttir, Saga Sigurðardóttir)

Regn Sólmundur Evu

Styrmir Örn Guðmundsson

SÝNINGARSTJÓRN

Jo Pawlowskx

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
01
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
okt
Salurinn
25
okt
Salurinn
25
okt
Bókasafn Kópavogs
25
okt
Gerðarsafn
27
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
27
okt
Gerðarsafn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

25
okt
Gerðarsafn
27
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
09
nóv
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira