08.feb 21:00

Þitt eigið vídeóverk | BYOB

Gerðarsafn

Gerðarsafn í samvinnu við Midpunkt og Curver Thoroddsen leiða vídeóviðburð að fyrirmynd BYOB (Bring Your Own Beamer) á Safnanótt. Listamönnum, kvikmyndagerðarmönnum, listnemum og öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt og koma með sitt eigið vídeóverk til sýningar á meðan á viðburðinum stendur.

BYOB (Bring Your Own Beamer) er hugmynd að opnu sýningarverkefni sem stofnað var af listamanninum Rafaël Rozendaal árið 2010. Síðan hafa slíkir viðburðir verið haldnir um heim allan. Hugmyndin er einföld. Viðburðirnir standa yfir eina kvöldstund og eru skipulagðir af misjöfnum aðilum, á ýmsum stöðum, með ólíkum verkum. Eina sem listamenn þurfa að gera er að taka með sér sitt eigið vídeóverk.

Curver Thoroddsen mun leiða BYOB-viðburð í Gerðarsafns. Curver er þekktastur fyrir gjörninga sína og vídeóverk þar sem listin og hversdagslegar athafnir renna saman. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður hefur Curver starfað sem tónlistarmaður um árabil. Hann hefur ásamt Einari Erni Benediktssyni skipað dúettinn Ghostdigital sem hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Curver hefur einnig starfað með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að verkefninu Biophilia.

Stofnandi BYOB (Bring Your Own Beamer), Rafaël Rozendaal er myndlistarmaður sem hefur allt frá aldamótunum 2000 fengist við ólíka miðla og nýja tækni, en um leið gert sér internetið að vettvangi fyrir verk sín. Hefur hann sýnt í lykilstofnunum á borð við Stedelijk Museum, Amsterdam, Whitney Museum, New York; EYE Film Institute, Amsterdam; Kunsthal Rotterdam; FOAM Museum, Amsterdam; Hammer Museum, Los Angeles; Centre Pompidou, Paris; Kunstverein Frankfurt; Seoul Art Square; the Venice Biennale, and the Valencia Biennale.

Midpunkt er nýtt menningarrými í Hamraborg 22 í umsjón listamannanna Ragnheiðar Sigurðardóttur Bjarnarson og Snæbjörns Brynjarssonar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
24
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Spilastuð

26
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
26
feb
Gerðarsafn
09
mar
09
feb
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

Sjá meira