05.okt 15:00 - 16:00

Tímamót og fögnuður

Salurinn

Verið hjartanlega velkomin á hátíðartónleika í tilefni af 25 ára afmæli Salarins. Frumflutt verða átta splunkuný og glæsileg tónverk fyrir barnakóra í flutningi ungra söngvara úr Kársnesskóla, Hörðuvallaskóla og Smáraskóla. Stjórnendur skólakóranna eru Álfheiður Björgvinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Ásta Magnúsdóttir.

Lögin átta eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg; blíð og björt, kraftmikil og fjörug, flókin og látlaus, við sögu koma glimmersturtur, tátuþulur, perlusöngvar og gleðigeislar en sum laganna voru samin í nánu samstarfi við ungu söngvarana. Tónskáldin sem fengin voru til verksins eru Benedikt Hermann Hermannsson (Benni Hemm Hemm), Ingibjörg Fríða Helgadóttir & Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lúpína (Nína Sólveig Andersen), Tryggvi M. Baldvinsson, Úlfur Eldjárn og Þóra Marteinsdóttir.

Hátíðarhljómsveit dagsins er skipuð Daða Birgissyni á píanó, Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Guðnýju Jónasdóttur á selló, Alexöndru Kjeld á kontrabassa og Kristófer Rodriguez Svönusyni, trommu- og slagverksleikara og bæjarlistamanni Kópavogsbæjar.

Kynnir á tónleikunum er Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Boðið verður upp á laufléttar veitingar að tónleikum loknum.

Við hlökkum til að sjá ykkur í tyllidagaskapi.

Verkefnið er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar, Barnamenningarsjóði og Tónlistarsjóði.

Nánar um efnisskrána

Bíddu eftir mér í 100 ár eftir Benna Hemm Hemm ásamt Skólakór Kárness

Lagið er samtal krakkanna í Skólakór Kársness við jafnaldra sína eftir 100 ár – þau sem verða unglingar árið 2124.

Ég átti marga fundi með kórnum þar sem ég reyndi að fiska eftir því hverju þau myndu vilja breyta til þess að unglingar framtíðarinnar ættu sem besta tilveru. Það kom mér á óvart að það sem var efst á blaði var ekki breyting heldur vildu þau halda í eitt sem þau voru sammála um að þeim fyndist öllum mjög vænt um: íslenskuna.

Þetta hljómar eins og þema sem kennarinn þröngvar upp á nemendur – en þetta er dagsatt, þetta er það sem þau voru sammála um að væri þeim mikilvægast að koma á framfæri við framtíðina.

Textinn kemur bæði frá mér og kórnum sjálfum.

Glimmersturta eftir Ingibjargir ásamt Kórum Smáraskóla

Glimmersturta er óður til gleðinnar sem við finnum þegar við fögnum einhverju í lífinu, stóru jafnt sem smáu. Kór Smáraskóla og Ingibjargir fóru saman í hugarflug um tímamót og fögnuð og úr því komu lykilsetningar í laginu.

Ætli sönggleðin sé ekki bara kjarninn í verkinu – ástæða þess að við erum saman komin hér í dag? Syngjum, dönsum, leikum, lifum og fögnum – með slatta af glimmeri!

Það er fögnuður
allir eru hamingjusamir
Það er fögnuður
þessi hátíð er veisla
Það er gaman að læra eitthvað nýtt
þegar við fögnum þá syngjum við saman

Eins og perla eftir Jóhann G. Jóhannsson

Á tímum sem þessum, þegar virðing og umhyggja jarðarbúa hver fyrir öðrum og fyrir náttúrunni rýkur æ oftar út í veður og vind, glæðir það vonir okkar að heyra einlægar barnaraddir sameinast í söng og flytja okkur ákall eða bæn um bjarta framtíð. Í draumsýn barnanna birtist sú von að þeim lánist að búa saman í sátt og samlyndi, hlúa vel hvert að öðru og gera jörðina að betri stað fyrir okkur öll á meðan hún líður áfram á alheims vegum eins og blá og fögur perla.

Skólaganga eftir Kristínu Þóra Haraldsdóttur

Með mikla löngun til að skapa tónlist fyrir börn og barnið í okkur öllum í anda vísna- og jazztónlistar fékk ég hina fallegu vísnabók Ásdísar Þulu Þorláksdóttur, Sólstafir, til að vinna með. Hér er lífið og tilveran séð með augum barnsins og tími er tekinn til að njóta augnabliksins, leika sér og láta sig dreyma og er það innblástur minn að tónefninu og eðli tónlistarinnar.

Lygnir um lok eftir Lúpínu

Lygnir um lok er lag um hindranirnar og sigrana í lífinu. Ég samdi lagið með alls konar tímamót í huga og varð hugsað til alls þess góða og alls þess erfiða sem leiðir til tímamóta. Lagið er áminning um að hlutirnir eiga það til að leysast á endanum og erfiðleikarnir eru það sem ýtir okkur áfram á betri staði.

Tátuþula eftir Tryggva M. Baldvinsson

Í leit minni að skemmtilegum þulum rakst ég fljótlega á tvær talna-þulur; „Táta, Táta teldu dætur þínar“ og svo þessa, þar sem Táta telur alla bræður sína. Sú fyrri er all þekkt og er lagið t.a.m. að finna í þjóðlagasafni Sr. Bjarna Þorsteinssonar á meðan lög við bræðraþuluna eru meira á reiki, a.m.k. ef marka má þær heimildir sem finna má á hinum ágæta vef ismus.is. Mér fannst því tilhlýðilegt að gera nýtt lag við þessa þulu og vona að einhverjum geti þótt gaman að telja þessa stóru bræðrahjörð.

Tugakerfinu til heiðurs er lagið meira og minna í takttegundum sem ganga upp í tölunni 10.

Raddir vorsins eftir Úlf Eldjárn

Við tölum oft um að raddir barna þurfi að heyrast betur. Mig langaði til að taka þá hugmynd bókstaflega og gera verk með barnakór, þar sem raddirnar fengju að njóta sín sem hljóðgjafar án þess að leggja þeim orð í munn.

Bjart er yfir hugarheimi eftir Þóru Marteinsdóttur

Mér finnst svo æðislegt hvað það að syngja saman getur búið til mikla gleði í sálinni. Mig langaði að búa til lag dregur fram þessa gleði og hampar henni. Og vonandi býr það í leiðinni til smá fögnuð og gleði í sálinni. Hjá þeim sem hlusta og hlýða en ekki síður hjá þeim sem flytja lagið.

FRAM KOMA

Álfheiður Björgvinsdóttir

Kórstjóri

Ása Valgerður Sigurðardóttir

Kórstjóri

Ásta Magnúsdóttir

Kórstjóri

Kór Hörðuvallaskóla

Kórar Smáraskóla

Skólakór og Stórikór Kársnesskóla

Benedik Hermann Hermanssonn

Tónskáld

Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Tónskáld, kynnir og söngkona

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Tónskáld

Jóhann G. Jóhannsson

Tónskáld

Kristín Þóra Haraldsdóttir

Tónskáld

Lúpína (Nína Sólveig Andersen)

Tónskáld

Tryggvi M. Baldvinsson

Tónskáld

Úlfur Eldjárn

Tónskáld

Þóra Marteinsdóttir

Tónskáld

Alexandra Kjeld

Kontrabassi

Daði Birgisson

Píanó

Kristófer Rodriguez Svönuson

Slagverk og trommur

Rögnvaldur Borgþórsson

Gítar

Guðný Jónasdóttir

Selló

Deildu þessum viðburði

26
jan
Salurinn
21
feb
Salurinn
22
feb
Salurinn
23
feb
Salurinn
15
mar
Salurinn
15
mar
Salurinn
29
mar
25
okt
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn

Sjá meira

Salurinn

09
jan
Salurinn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
26
jan
Salurinn
06
feb
Salurinn
09
feb
Salurinn
15
feb
Salurinn

Sjá meira