18.maí 13:30

Vistarverur

Salurinn


KIMI tríó skipa Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, söngkona, Katerina Anagnostidou, slagverksleikari og Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmóníkuleikari. Á efnisskrá eru frumflutningur á Livia‘s Room eftir Þuríði Jónsdóttur og nýju verki eftir Kolbein Bjarnason.

KIMI hefur vakið verðskuldaða eftirtekt og viðurkenningu fyrir ferskt og áhugavert efnisval en þau hafa starfað náið með fjölda tónskálda auk þess að hafa einbeitt sér að eigin útsetningum á þjóðlagatónlist.

KIMI ensemble frumflytur tvö áhrifarík verk eftir Þuríði Jónsdóttur og Kolbein Bjarnason sem leiða áhorfendur frá Róm til forna, gegnum fangabúðir Sovétríkjanna fram á stríðsvelli samtímans.

Dyngja Livíu eftir Þuríði Jónsdóttur er frumflutningur á tónlistinni úr samnefndu leikverki, sem KIMI og tónskáldið tóku þátt í ásamt leikhópnum House of Stories í Björgvin 2022. Verkið fjallar um Lívíu Drúsillu, fyrstu keisaraynju Rómaveldis. Hún var á sinni tíð óvenju valdamikil, verandi kona, og var fyrir þær sakir ásökuð um lævísi og svikabrögð í sögubókunum. Opinber ímynd hennar á meðan hún lifði var hins vegar þveröfug og var henni hampað sem siðprúðri og trygglyndri eiginkonu Ágústusar keisara. Verkið endurspeglar flókna stöðu kvenna, sem birtist oftar en ekki í tvískinnungi sögulegrar skrásetningar, ýmist í formi hins karllæga sjónarhorns sagnaritaranna eða skorti á skrásetningu sagna kvenna. Þórgunnur Anna, söngkona KIMA, persónugerir hér einkaherbergi Lívíu, sem eitt sinn var ríkulega skreytt veggmyndum af flóru og fuglalífi hvaðanæva að úr Rómaveldi; herbergið féll lengi vel í gleymsku, en var að lokum grafið upp og skreytingarnar fluttar til Rómar þar sem þær eru enn til sýnis. Textinn er skrifaður af norska leikskáldinu og rithöfundinum Lene Therese Teigen sem einnig leikstýrði leikverkinu.

Kolbeinn Bjarnason hefur síðastliðin tvö ár unnið að margþættum sönglagabálki fyrir KIMA ensemble. Textar verksins eru sóttir til ljóðskálda 20. og 21. aldar og eru á ýmsum tungumálum, m.a. grísku, rússnesku, ensku og íslensku – og eru allir fluttir á frummálinu af Þórgunni Önnu, söngkonu KIMA, þar sem Katerina, slagverksleikari hópsins, ljáir hverju ljóði einstakan blæ með þeim 25 ólíku slagverkshljóðfærum sem hún leikur á. Kveikjan að bálknum var ljóð gríska ljóðskáldsins Antonis Kavafis (1863-1933), „Guðinn yfirgefur Anton“, sem hverfist um hinsta kvöld Rómverska hershöfðingjans Markúsar Antóníusar í Alexandríu; hann var hægri hönd Sesars og síðar meir erkióvinur Ágústusar keisara, sem einmitt var eiginmaður Lívíu Drúsillu.

Auk tveggja ljóða eftir Kavafis semur Kolbeinn við ljóð hinnar úkraínsku Írínu Ratúsjinskaju (1954-2017), Palestínumannsins Refaats Alareer (1979-2023) og rússneska skáldsins Natöshu S (1987- ) sem yrkir á íslensku. Þema verksins er mannleg reisn og hugrekki andspænis stríði, kúgun og ofbeldi, þar sem tónskáldið tekur skýra afstöðu með mannréttindum gegn óvæginni valdbeitingu. Ljóð Írínu er samið í sovésku fangelsi seint á síðustu öld, hins vegar færir ljóð Natöshu okkur til samtímans þar sem skyggnst er inn í veruleika barns í stríðshrjáðri Úkraínu eftir innrás Rússa árið 2022. Refaat Alareer birti ljóð sitt á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann var myrtur í árás Ísraelshers í desember 2023.

Á undan tónleikunum, klukkan 13:00 verður boðið upp á spjall um efnisskrá tónleikanna. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.

Lista- og menningarráð styrkir tónleikaröðina Tíbrá.

Deildu þessum viðburði

18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

Sjá meira

03
maí
08
jún
Salurinn
14
maí
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

18
maí
Salurinn
21
maí
Salurinn
23
maí
Salurinn
06
sep
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
13
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Salurinn
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
16
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
maí
Salurinn
18
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn
28
maí
04
jún
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

03
maí
08
jún
Salurinn
14
maí
Salurinn
18
maí
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

18
maí
Salurinn
21
maí
Salurinn
23
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn
25
maí
Salurinn
28
maí
Salurinn

Sjá meira