,

Vatnsdropinn og barnaheimspekin

Vinna við Vatnsdropann á vegum Kópavogsbæjar og þriggja norrænna barnamenningarstofnana er í fullum gangi en verkefninu er ætlað að tengja Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við sígildan sagnaheim Tove Jansson, Astrid Lindgren og H. C. Andersen.


Um er að ræða þriggja ára metnaðarfullt samstarf Menningarhúsanna í Kópavogi við H. C. Andersen-safnið í ÓðinsvéumMúmínálfasafnið í Tampere og Undraheim Ilons í Haapsalu í Eistlandi en síðastnefnda safnið hverfist í kringum fallegar teikningar Ilon Wikland sem myndlýsti bækur Astrid Lindgren.

Ungir sýningastjórar

Stefnt er að árlegum sýningum og viðburðahaldi yfir þriggja ára tímabil. Fyrsta sýningin af þremur verður opnuð í apríl 2021 í Gerðarsafni en þar munu ungir sýningastjórar skapa saman sýningu sem meðal annars mun byggja á listaverkum og munum frá áðurnefndum ævintýraheimum Múmínsnáðanna, persóna Astridar Lindgren og H. C. Andersen

Nú þegar hafa ungir og sprækir sýningastjórar verið valdir í nokkrum þátttökulöndum (þar á meðal hér í Kópavogi) en stefnt er að því að vinna þeirra með spænska sýningastjóranum og heimspekingnum Chus Martinez hefjist af fullum krafti í upphafi nýs árs með skapandi vinnusmiðjum á netinu og á vettvangi hverrar stofnunar.

Peter Worley og Heimspekistofnunin

Heimsfaraldur hefur óumflýjanlega sett sitt mark á Vatnsdropann. Starfsmenn á vegum allra menningarstofnananna halda engu að síður dampi, hittast vikulega á fjarfundum sem helgaðir eru hugarflugi og undirbúningi – í mörg horn er að líta þegar kemur að stóru samvinnuverkefni á borð við þetta. Á dögunum bauðst þátttakendum einnig að sækja stafrænt námskeið hjá enska heimspekingnum Peter Worley.

Peter Worley er þekktur rithöfundur og heimspekimiðlari og hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum í enska skólakerfinu, einkum í gegnum góðgerðarsamtökin The Philosophy Foundation, sem hann kom á fót árið 2007 ásamt eiginkonu sinni, Emmu Worley, sem einnig er heimspekingur og rithöfundur.

Markmið samtakanna The Philosophy Foundation er að efla heimspekiiðkun innan bresks skólakerfis og styrkja börn í heimspekilegri samræðu og gagnrýninni og skapandi hugsun, nokkuð sem verður sífellt brýnna á tímum upplýsingaofflæðis og falsfrétta.

Á vegum samtakanna hafa verið haldin fjölmörg námskeið í breskum skólum, stofnunum og fyrirtækjum auk þess sem þau hjón hafa haldið fyrirlestra og vinnustofur víða um heim, meðal annars hérlendis en árið 2018 gekkst Félag heimspekikennara fyrir tveggja daga vinnusmiðju Emmu og Peter Worley í Garðaskóla fyrir áhugasama kennara við leik- grunn- og framhaldsskóla.

Hvar endar alheimurinn

Á áðurnefndu, nýafstöðnu námskeiði Worley með Vatnsdropateyminu kynnti hann þátttakendur fyrir alls kyns lyklum og gagnlegum aðferðum til heimspekilegrar samræðu. Opnar, lokaðar og leiðandi spurningar voru krufnar og vöngum velt yfir hvers konar spurningar séu til þess fallnar að úr verði frjó og skapandi umræða. Of opnar og víðfeðmar spurningar (Hvar endar alheimurinn ?) væru þannig jafn ólíklegar til þess að samræður færu á flug og harðlæstar og lokaðar spurningar (Finnst þér apríkósusulta góð?).

Vatnsdropinn snýst að stórum hluta um að efla og virkja raddir og sjónarmið barna innan menningarstofnana og því var afar kærkomið að njóta leiðsagnar svo reynslumikils einstaklings sem Peter Worley er og fá að kíkja í verkfærakistuna hans. Svo er bara að halda áfram að hlakka til þegar ávextir samstarfsins taka að líta dagsins ljós á komandi vori.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR