09.feb 13:30

Lögin úr leikhúsinu

Salurinn

Stöllurnar Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari dýfa sér í laug íslenskrar leikhústónlistar. Á undan tónleikunum, klukkan 13, verður boðið upp á tónleikaspjall sem fer fram í fordyri Salarins.

*
Á tónleikunum verður farið vítt og breitt um íslenska leikhústónlistarsögu og flutt lög eftir mörg af okkar ástælustu leikhústónlistarhöfundum, svo sem Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Gunnar Reyni Sveinsson og bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni.

Þar fyrir utan verða frumfluttar nýjar útsetningar Þórðar Magnússonar á lögum Megasar úr leikritinu Lífið, notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson frá árinu 2007 en útsetningar Þórðar eru fyrir söngrödd og píanó.

Efnisskrá

Ljúflingshóll úr Deleríum Búbónis eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni

Hvert örstutt spor úr Silfurtúnglinu eftir Jón Nordal og Halldór Laxness

4 lög eftir Atla Heimi Sveinsson úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar, Þjóðleikhúsinu 1999
Dans
– Frændi þegar fiðlan þegir
– Barnagæla
– Klementínudans


Undir Stórasteini
úr Járnhausnum eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni

3 lög úr sýningunni Lífið, notkunarreglur eftir Megas og Þorvald Þorsteinsson í útsetningu Þórðar Magnússonar – FRUMFLUTNINGUR

3 lög úr leikritinu Undir suðvesturhimni eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Sigurð Pálsson
Nóttin er til þess að gráta í I
– Nóttin er til þess að gráta í II
– Maður hefur nú

– Hlé

3 lög
eftir Hjálmar H. Ragnarsson úr sýningu á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur í Þjóðleikhúsinu 1991
Söngur Sólveigar
– Hátíðarsöngur
– Vögguvísa Sólveigar

Í hjarta þér úr Rjúkandi ráði eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni

4 lög eftir Jón Ásgeirsson úr leikgerð Sveins Einarssonar á Húsi Skáldsins eftir
Halldór Laxness fyrir Þjóðleikhúsið 1981
Hjá lygnri móðu
Vorvísa
– Barnagæla frá Nýa Íslandi
– Maístjarnan

Hallveig Rúnarsdóttir hefur um árabil verið ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar og verið afar virk í íslensku tónlistarlífi. Hún hefur sungið sópran-hlutverkið í mörgum helstu stórverkum tónbók-menntanna, komið margoft fram með Sinfóníu-hljómsveit Íslands ásamt fjölda annarra hljómsveita og sungið fjölmörg óperuhlutverk, flest hjá Íslensku óperunni en einnig víðar. Hallveig hefur frumflutt fjölmörg ný íslensk verk og haldið ótal einsöngstónleika á Íslandi og erlendis undanfarin ár þar sem hún hefur lagt áherslu á ljóðasöng. Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins árið 2013 og aftur árið 2018. Auk þess hlaut hún tilnefningu til sömu verðlauna árin 2014, 2016 og 2020. Hún var tilnefnd til Grímu-verðlauna sem söngvari ársins 2014 og 2017. Hún er listrænn stjórnandi og stofnandi söng-hópsins Cantoque Ensemble sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir flutning sinn á barokk-verkum með upprunahljómsveitum, bæði hér
á landi og erlendis.



Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari hefur komið fram víða sem einleikari og meðleikari á ljóða-söngtónleikum og kammertónleikum auk þess að hafa hljóðritað fyrir útvarp og leikið inn á geisladiska. Hún hefur tekið virkan þátt í flutningi nýrrar tónlistar, m.a. á Myrkum músíkdögum og með Kammersveitinni Ísafold sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir flutning nýrrar tónlistar
árið 2007. Hrönn stundaði nám hjá Erlu Stefánsdóttur og síðar hjá Jónasi Ingimundarsyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Í Þýskalandi stundaði hún nám við
Tónlistarháskólann í Freiburg þar sem hún lauk píanókennaraprófi með ljóðasöngmeðleik
sem aukafag og síðar við Tónlistarháskólann í Stuttgart þar sem hún lauk mastersgráðu við
ljóðasöngdeild skólans.

Án þín – með þér úr Deleríum Búbónis eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni

Deildu þessum viðburði

12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

09
feb
Salurinn
16
mar
Salurinn
25
maí
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

30
des
Salurinn
09
jan
Salurinn
11
jan
Salurinn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
26
jan
Salurinn
06
feb
Salurinn
09
feb
Salurinn

Sjá meira