Tónlistarkonan Margrét Eir kemur fram á notalegri söngstund á Bókasafni Kópavogs og flytur skemmtileg lög og ljóð úr öllum áttum í tilefni af Dögum ljóðsins í Kópavogi. Með henni leikur Ingvar Alfreðsson á píanó.
Yndisleg fjölskyldustund fyrir allar kynslóðir. Ókeypis inn og öll hjartanlega velkomin. Viðburðurinn fer fram á jarðhæð Bókasafns Kópavogs / Náttúrufræðistofu.
Tónleikarnir eru styrktir af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.