Í þessari spennandi ungmennasmiðju á fimmtudeginum langa í Gerðarsafni fá þátttakendur tækifæri til að umbreyta flíkum í samræmi við hefðir Asante fólksins í Ghana.
Adinkra táknin eiga sér langa sögu innan ganískrar menningar. Þau eru oft notuð til að skreyta hluti eins og skartgripi, leirmuni og fatnað en hvert tákn ber sína merkingu.
HVAÐ Á AÐ KOMA MEÐ:
Komdu með eigin flík, til dæmis langerma eða stuttermabol, til að skreyta með Adinkra táknum að eigin vali! Allt annað efni verður á staðnum. Flíkin má vera alls konar á litinn.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
-Smiðjan er fyrir ungmenni en öll eru velkomin á meðan húsrúm leyfir.
-Engrar reynslu krafist.
-Kíktu við hvenær sem er á milli 18 – 20 og vertu eins lengi og þú vilt.
-Smiðjan fer fram á ensku og íslensku
-Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
LEIÐBEINENDUR
Ahmed Fuseini er listamaður frá Gana sem er búsettur á Íslandi þar sem hann stundar mastersnám í alþjóðlegum fræðum við Háskóla Íslands. Hann hlaut þjálfun í Adinkra list frá unga aldri.
Anne Rombach er þýsk listakona sem býr og starfar á Íslandi. Anne lærði ljósmyndun í Listaháskólanum í Leipzig og útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands þar sem hún stundar nú nám í Listir og Velferð.
—
Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.