29.feb 17:00 - 18:00

Síðdegisjazz með Olli Soikkeli og Birgi Steini

Salurinn

Hrífandi tónleikar með tveimur frábærum jazztónlistarmönnum

Finnski jazzgítarleikarinn Olli Soikkeli kemur fram á hressandi síðdegistónleikum í Salnum á hlaupársdegi, fimmtudaginn 29. febrúar kl 17. Með honum leikur Birgir Steinn Theodorsson á bassa.

Olli Soikkeli hefur vakið mikla og verðskuldaða eftirtekt fyrir einstaka færni sína á gítar en honum er gjarnan líkt við belgíska gítarundrið Django Reinhardt sem Olli heillaðist ungur af. Hann er fæddur árið 1991 í Finnlandi en hefur verið búsettur í New York í Bandaríkjunum undanfarinn áratug.

Soikkeli hefur sent frá sér fjölmargar plötur og komið fram í tónleikahúsum svo sem Town Hall, Herbst Theatre, Birdland Jazz Club, Blue Note, Iridium og Lincoln Center.

Hann hefur hlotið góða dóma í blöðum svo sem The New Yorker, The Wall Street Journal og Vanity Fair og leikið með tónlistarfólki á borð við Bucky Pizzarelli, Stochelo Rosenberg, Tommy Emmanuel, Andreas Öberg, Cyrille Aimee, Antti Sarpila og Marian Petrescu.

Kontrabassaleikarinn Birgir Steinn Theodorsson hefur verið í framvarðasveit íslensku jazzsenunnar um árabil. Hann útskrifaðist frá FÍH 2015 og hélt þá til Berlínar í framhaldsnám þar sem hann naut handleiðslu Greg Cohen, Marc Muellbauer og Douglas Weiss. Á meðal tónlistarfólks sem hann hefur starfað með má nefna Önnu Grétu Sigurðardóttur, Daníel Helgason, Hauk Gröndal, Magnús Trygvason Eliassen, Matthías Hemstock og Tómas Jónsson.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

24
nóv
Salurinn
06
des
Salurinn
14
des
Salurinn
26
jan
Salurinn
21
feb
Salurinn
22
feb
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
nóv
Salurinn
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

23
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
28
nóv
Salurinn
20:00

Friðarjól

29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

30
nóv
Menning í Kópavogi

Sjá meira