30.okt 12:15 - 13:00

Salurinn

Bryndís Guðjónsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja lög og ljóð eftir konur á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi. Lögin, sem eru allt of sjaldan flutt, spanna yfir rúma öld í tónlistarsögunni, þau elstu eru frá aldamótum 1900 og þau yngstu glæný. 

Á meðal tónskálda sem eiga verk á efnisskrá eru:

Elísabet Jónsdóttir (1869 – 1945)
Hildigunnur Rúnarsdóttir (1963)
Ingibjörg Azima (1973)
Ingibjörg Þorbergs (1927 – 2019)
María Brynjólfsdóttir (1919 – 2005)
– María Markan
Sigfríður Jónsdóttir (1908 – 1988)
Þórunn Franz (1931 – 2018)

Ókeypis er á tónleikana og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Tónleikarnir eru liður í Óperudögum og viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

________

Bryndís Guðjónsdóttir lauk meistaragráðu í óperusöng með láði frá Universität Mozarteum í Salzburg í Austurríki en árið 2019 lauk hún bakkalárgráðu með láði frá Universität Mozarteum. Áður en hún flutti til Salzburgar nam Bryndís eitt ár við Listaháskóla Íslands þar sem hún starfaði með Þóru Einarsdóttur, Kristni Sigmundssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur.

Árið 2022 vann hún til fyrstu verðlauna í XVIII Certamen Nuevas Voces keppninni í Sevilla og árið 2021 hlaut hún fyrstu verðlaun í Riccardo Zandonai keppninni í Garda á Ítalíu og Danubia Talents Liszt Inernational Online Music Competition. Auk þess var hún sigurvegari í keppni Ungra einleikara á Íslandi 2018 og í Dušek keppni í Prag árið 2018.

Bryndís hefur komið fram á fjölum óperuhúsa og með ýmsum sinfóníuhljómsveitum svo sem í Kiel, Kassel, Stuttgart, München, Salzburg, Prag, Martina Franca, Róm, Vilnius, Sevilla, Madrid og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þau verk sem Bryndís hefur sungið eru fjölbreytt og spanna margar aldir en á meðal hlutverka sem hún hefur sungið eru Kúnígúnd úr Birtingi eftir Bernstein, Belinda úr Dídó og Eneas eftir Purcell, Næturdrottningin úr Töfraflautuni, Servilia úr La clemenza di Tito eftir Mozart, Giulietta úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach,Mrs. Julian Owen Wingrave eftir Britten og Rabbi rafmagnsheili eftir Þorkel Sigurbjörnsson.

Á meðal hljómsveitarverka eru Stabat Mater eftir Pergolesi, Nulla in Mundo eftir Vivaldi, Mozart Requiem, Matthesuarpassía J. S. Bach, 9. sinfónía Beethoven, Carmina Burana eftir Carl Orff og Folk songs eftir Berio.

Bryndís er styrkþegi Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi, Söngmenntasjóðs Marínós Péturssonar, Halldórs Hansen, Ingjaldssjóðs, Richard Wagners námsstyrkins og Gianna Szel í Austurríki.

Framundan hjá Bryndísi eru áramótatónleikar í Sevilla, Carmina Burana með Konunglegu fílharmóníusveitinni í Prag sem flutt verður í Liederhalle í Stuttgart og Freischütz eftir Weber í Óperuhúsinu í Kiel.

_________

Eva Þyri Hilmarsdóttir stundaði píanónám við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, Danmörku, og lauk þaðan einleikaraprófi. Að því loknu nam hún við The Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika.

Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi íslenskra og erlendra verka, m.a. á hátíðunum Myrkum Músíkdögum, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín, Young Composers Symposium í London og Óperudögum.

Undanfarin ár hefur hún einnig lagt mikla áherslu á flutning ljóðasöngs og kammertónlistar og kom m.a. fram á rúmlega hundrað tónleikum tileinkuðum íslenskum sönglögum í Hörpu, í tónleikaseríunni Pearls of Icelandic Song og var í listrænu teymi tónleikaraðarinnar „Ár íslenska einsöngslagsins“ sem fram fór í Salnum í Kópavogi 2022 – 2023.

Eva Þyri tók þátt í uppsetningu Íslensku óperunnar 2017 á Mannsröddinni eftir Poulenc og í desember 2018 gaf hún, ásamt Erlu Dóru Vogler, út geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar í tilefni 100 ára afmælis hennar, en diskurinn hlaut tilnefningu til tónlistarverðlaunanna sem plata ársins 2018.

Síðastliðið vor stofnuðu Eva Þyri og Auður Gunnarsdóttir ljóðatónlistarhátíðina „Ljóðið lifi“ í Hannesarholti, en hún verður haldin aftur í mars á næsta ári.

Eva Þyri starfar við tónlistardeild Listaháskóla Íslands samhliða tónleikahaldi.

Deildu þessum viðburði

20
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

24
nóv
Salurinn
06
des
Salurinn
14
des
Salurinn
26
jan
Salurinn
22
feb
Salurinn
23
feb
Salurinn
29
mar
25
okt
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
nóv
Bókasafn Kópavogs
13
nóv
Bókasafn Kópavogs
14
nóv
Salurinn
14
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

14
nóv
Salurinn
21
nóv
Salurinn
23
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
28
nóv
Salurinn
20:00

Friðarjól

29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

Sjá meira