Lesið fyrir hunda

Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur. Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að […]
Cycle
Skúlptúr/Skúlptúr

24.08.2018 – 10.10.2018 Listamennirnir Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir og Styrmir Örn Guðmundsson taka þátt í sýningarröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR 2018. Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar Helgadóttur er leiðarstef í allri starfsemi Gerðarsafns. Nú býður safnið fjórum völdum samtímalistamönnum að ganga inn í yfirstandandi sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar SKÚLPTÚR / […]
GERÐUR | YFIRLIT

Á sýningunni er sjónum beint að fjölbreyttum listferli og ævi Gerðar Helgadóttur (1928-1975) myndhöggvara, allt frá námsárum hennar til síðustu æviára, en Gerður lést fyrir aldur fram aðeins 47 ára gömul. Tók hún fyrst íslenskra kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist og glerlist hérlendis. Sýningin varpar ljósi á ólík tímabil í […]
MA 2018 Útskriftarsýning

28.04.2018 – 18.05.2018 Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands var haldin í Gerðarsafni 28. apríl til 18. maí 2018. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og […]
Líkamleiki

19.01.2018 – 15.04.2018 19.01.2018 – 15.04.2018 Sýningin Líkamleiki er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni voru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi. Leiðarljós sýningarinnar er maðurinn sem líkamleg vera sem upplifir, bregst við og á samskipti við annað fólk, […]
Cycle | Fullvalda nýlenda

01.09.2017 – 30.09.2017 01.09.2017 – 30.09.2017 Listahátíðin Cycle, sem hefur staðið frá árinu 2015, tekur nú fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands og er hátíðin í ár (CFN) fyrsti hlutinn í röð viðburða sem tengjast því. Allan september mánuð verður Gerðarsafn undirlagt af smiðjum, vinnustofum, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, opnum kvöldverðum, tónleikum, kvikspuna, gjörningum og myndlistarsýningu. Á meðan […]
Normið er ný framúrstefna

13.01.2017 – 12.03.2017 Sýningin NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA er hugleiðing um birtingarmyndir hversdagsleikans í íslenskri samtímalist. Markmið sýningarinnar er að skapa hugmyndalegar og sjónrænar tengingar milli verka listamanna af ólíkum kynslóðum, sem eiga það þó sameiginlegt að vísa í og vinna úr víðu merkingarsviði hversdagsins. Til grundvallar liggur sú tilgáta að finna megi snertipunkta milli […]
Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli!

19.06.2021 – 31.10.2021 SÝNINGARSKRÁ Þessi sýning er heimur. Þessi sýning er hafið. Þar búa fiskar og rusl saman. Fyrir þessa sýningu hugsuðu börnin um hafið og uppáhaldspersónurnar sínar úr bókum norræna höfunda. Nú bjóða þau okkur á stað þar sem hægt er að láta sig dreyma um öðruvísi náttúru. Við ættum öll að taka boð […]
Hlutbundin þrá

Hlutbundin þrá er samsýning átta samtímalistamanna frá Íslandi og Singapúr, sem hverfist um samband mannsins við hlutlægni og hluti. Sýningin er samtíningur af klippimyndum, skúlptúrum, vídeóverkum og innsetningum. Verkin skoða hlutgervingu mynda sem innihalda þrár og langanir, ásamt umboði og áhrifum slíkra mynda sem eru séðar og dreifðar, jafnvel endurgerðar. Hlutbundin þrá Titillinn á sýningunni […]
Útlína

06.04.2019-08.09.2019 06.04.2019-08.09.2019 Útlína er sýning á verkum úr safneign Gerðarsafns frá 1950 til dagsins í dag. Á sýningunni er útlínan notuð til þess að tengja verk þvert á miðla. Línan flæðir á milli teikninga, málverka og prentkverka og útlínan öðlast eigið líf í (þrívíðu) formi skúlptúra og rýmisverka. Útlínan verður allt í senn: þráðurinn á milli […]
Fullt af litlu fólki

Sýningarverkefnið Fullt af litlu fólki tekst á við hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í teikningu eftir austurríska mannspekinginn Rudolf Steiner frá árinu 1922, en hann vandi sig á að teikna myndir til stuðnings við hið talaða orð þegar hann hélt fyrirlestra. Frumkvæði að sýningunni eiga þær Guðrún Vera Hjartardóttir og Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir (ÚaVon) sem […]