Bróderíklúbburinn á Lindasafni

Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga? Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig. Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00. Öll velkomin og heitt á könnunni.

Opið spjall um tölvuleikjanotkun ungmenna, möguleika og hættur

Patrekur Gunnlaugsson yfirþjálfari rafíþrótta hjá Fylki og FH verður á svæðinu frá 15 til 17 og býður foreldrum og ungmennum í opið spjall um skipulagt íþrótta- og tómstundastarf í kringum tölvuleiki í víðu og þröngu samhengi. Allt frá samfélagslegu hlutverki slíkrar starfsemi í dag og til framtíðar yfir í tölvuleiki og tölvuleikjanotkun ungmenna, hvaða leikir […]

Algóritminn – Af hverju sjáum við bara það sem við viljum sjá?

Tryggvi Freyr Elínarson heldur spennandi fyrirlestur um algóritmann. Af hverju sjáum við bara fréttir og umfjallanir sem við erum sammála?  -Hvernig ýtir algóritminn undir skautun í umræðunni. -Hvernig fáum við heilstæða mynd af málum í heimi sem er stjórnað af algóritmanum? -Hvernig stýrir algóritminn okkur inn í bergmálshelli, þar sem allir virðast sammála okkar skoðunum? Frítt inn […]

ChatGPT námskeið | FULLBÓKAÐ

Á námskeiðinu er farið íHvað er ChatGPT?Hvernig virkar það?Hvernig á að nota það?Hvað ber að varast? Hagnýtt og aðgengilegt námskeið fyrir byrjendur þar sem farið er yfir helstu möguleika ChatGPT og helstu hættur. Leiðbeinandi: Stefán Atli Rúnarsson, viðskiptafræðingur, sérfræðingur í markaðsmálum og mikill áhugamaður um gervigreind. Námskeiðið er frítt, en takmarkað pláss. Athugið að fullbókað […]

List og náttúra með ÞYKJÓ

List og náttúra með ÞYKJÓ!Þriðja fimmtudag hvers mánaðar fram að áramótum frá 16:00 – 17:00 í Gerðarsafni. Náttúran er magnaður myndhöggvari! Sjórinn slípar steina til, eldgos skilja eftir myndastyttugarða og hellismunnar myndast þar sem ís hefur bráðnað. Vilt þú koma og setja þig í stellingar náttúrunnar og móta landslagsskúlptúr? Smiðjan er leidd af hönnunarteyminu ÞYKJÓ […]

Together | Fjöltyngd smiðja | Gyotaku 魚拓

Í þessari vinnustofu er þátttakendum boðið að búa til sín eigin prent með alvöru fiski og nota kartöflustimpil til að gera myndina persónulega. Gyotaku er hefðbundin japönsk aðferð fyrir tegund af prentlist þar sem blek er borið á fisk og síðan þrýst á hrísgrjónapappír til að búa til mynd af honum. Gyotaku á rætur að […]

Björn Þorsteinsson | Hvað er líkami og hver er staða hans í heiminum?

Verið öll hjartanlega velkomin á erindi Björns Þorsteinssonar heimspekings miðvikudaginn 8. október í Gerðarsafni. Hvað er líkami og hver er staða hans í heiminum? Í erindinu verður hugað að þessari stóru spurningu í samræðu við heimspeki og list. Meðal þess sem snert verður á eru hugtök eins og skynjun, upplifun, sköpun, svörun og skynfinning – […]

Una Torfa í jólafötunum

Una Torfa kíkir í Salinn í jólaskapi! Á notalegum tónleikum mun Una flytja blöndu af sínum eigin lögum og jólalögum sem henni þykir vænt um. Hafsteinn Þráinsson verður með Unu á sviðinu og leikur á gítar. Í jólastressinu er ekkert betra en að gefa sér góða kvöldstund til þess að slaka á og rifja upp […]

Spjall um bragfræði og vísnagerð

Á opnunarviðburði VÖKU þjóðlistahátíðar 2025 leiðir Ragnar Ingi Aðalsteinsson gestum inn í létt og fræðandi spjall um bragfræði og vísnagerð, með fjölmörgum skemmtilegum dæmum. Ragnar Ingi Aðalsteinsson er fróðleiksmaður á ljóð og sögur og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um íslenska bragfræði. Hann er með doktorsgráður í bókmenntum með sértaka áherslu á bragfræði og […]

Jólalögin hennar mömmu

JÓLALÖGIN HENNAR MÖMMU..því þau má bara ekki vanta, svo einfallt er það! Hera Björk, Einar Örn, Bjarni “Töfrar” Baldvins & góðir gestir halda áfram að flytja okkur gömlu góðu lögin frá 5. 6. & 7. áratug síðustu aldar og nú er komið að jólalögunum sem lifa enn góðu lífi inni á heimilum landsmanna. Og áfram […]

Ævintýraeyjan mín

Búðu til þína eigin ævintýraeyju! 🌴✨ Laugardaginn 4. október milli kl. 13-15. Komdu í Náttúrufræðistofu Kópavogs og taktu þátt í skemmtilegri límmiðasmiðju þar sem þú getur hannað þína eigin ævintýraeyju! Hvaða landslag, veðurfar, lífríki og ævintýri einkenna þína eyju? Mótaðu landið, fylltu það lífi og skapaðu spennandi sögur. Engar reglur – eyjan þín getur verið […]

Tónlistarreisa um Suður-Ameríku

Menning á miðvikudögum á Bókasafni KópavogsVAKA þjóðlistahátíð 2025 :Tónlistarreisa um Suður-Ameríku Andrés Ramón tónlistarmaður býður hlustendum í ferðalag miðvikudaginn 17. septemer kl. 12:15 um Suður-Ameríku þar sem hann flytur þjóðlög frá ýmsum löndum, þar á meðal frá Kólumbíu, Venezuela, Brasilíu, Bólivíu, Chile og Argentinu, en hann spilar á mismunandi strengjahljóðfæri og syngur á spænsku og […]