Óróasmiðja

Fjölskyldustundin 8. nóvember fer fram á Lindasafni. Komum og mótum óróa úr spennandi efnivið sem byggður er á náttúruríkjunum fjórum: Steinaríkið, plönturíkið, dýraríkið og ríki manneskjunnar. Smiðjan hentar börnum á öllum aldri og öll eru hjartanlega velkomin! Fjölskyldustundir á laugardögum eru notalegar samverustundir, gjarnan smiðjur, sem fara fram í menningarhúsunum í Kópavogi og eru styrktar af […]
Jeannette Ehlers & Hertta Kiiski | Leiðsögn

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn og spjall með Jeannette Ehlers & Herttu Kiiski fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17:00 í Gerðarsafni. Athugið að þetta er eina skiptið sem þær verða með spjall á sýningartímabilinu. Jeannette Ehlers (f. 1973) er listamaður frá Danmörku og Trinídad sem skapar margmiðlunarverk – vídeó, gjörninga og innsetningar – til að takast […]
Mexíkósmiðja

Fjölskyldustundin 18. október fer fram á Lindasafni. Komum og vefum saman litríka, litla skúlptúra sem kenndir eru við Ojos de Dios. Smiðjan hentar börnum á öllum aldri og öll eru hjartanlega velkomin! Fjölskyldustundir á laugardögum eru notalegar samverustundir, gjarnan smiðjur, sem fara fram í menningarhúsunum í Kópavogi og eru styrktar af menningar- og mannlífsnefnd.
Gjörningakvöld | Hamraborg Festival

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á stórkostlega kvöldstund fulla af gjörningum í Gerðarsafni, þar sem fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra listamanna kemur saman til að fagna listinni á fjölbreyttan hátt! Listamenn sem koma fram eru Improv for Dance Enthusiasts, Óþekkt Tríó, Niko Płaczek, Styrmir Örn Guðmundsson og Atagata. Nánari upplýsingar um hvern gjörning verða birtar fljótlega. Gjörningakvöldið […]
Líf og ástir kvenna

Jóna G. Kolbrúnardóttir, Hildigunnur Einarsdóttir & Þóra Kristín Gunnarsdóttir. Ljóðaflokkurinn Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann hefur löngum verið vinsæll meðalflytjenda og áheyrenda. Ekki er að undra- tónlistin er undurfalleg og hittir beint í hjartastað.Ímynd konunnar í ljóðum flokksins er þó heldur flöt og óspennandi, þar sem hún er einungis til staðar til að elska […]
Leslyndi | Kristín Helga Gunnarsdóttir

Gestur Leslyndis í desember er sjálf Kristín Helga Gunnarsdóttir. Kristín Helga er fædd í Reykjavík þann 24. nóvember 1963. Hún er með BA-próf í spænsku og fjölmiðlafræði og hefur skrifað mikinn fjölda barna- og fjölskyldubóka, en hún er m.a. höfundur bókanna um Fíusól sem hefur einnig verið sett upp sem leiksýning, bókanna um Móa hrekkjusvín […]
Nærandi nærvera | Foreldramorgunn

Nærandi nærvera – eflum tengsl foreldra og barna Kristrún Kristjánsdóttir er móðir, hjúkrunarfræðingur, jógakennari og söngkona. Hún hefur þónokkra reynslu af leikskólastarfi og hefur haldið krakkajóga sumarnámskeið. Sara Gabríela er móðir, hefur unnið sem dagmamma og verið mikið í barnastarfi, t.d. Félagsmiðstöðin við Gufunes. Hún bjó einnig í Danmörku þar sem hún var með heimarekið […]
Sýningarsalir lokaðir á efri hæð

Sýningarsalir á efri hæð safnsins eru lokaðir tímabundið þar sem verið er að skipta um sýningar. Sýningin Corpus opnar á miðvikudaginn 20.ágúst kl: 18:00. Á Corpus má finna verk eftir Arvidu Byström, Herttu Kiiski, Jeanette Ehlers, Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka, Salad Hilowle og Sunnevu Ásu Weisshappel, sem vinna innan efnisleika, vefnaðar, skúlptúrs og ljósmyndunar. Hvert á […]
Skiptimarkaður fyrir útiföt og önnur skólaföt

Úti- og skólafata-skiptimarkaður fyrir leik-og grunnskólabörn. Hefur barnið þitt stækkað um helming í sumar? Þarftu að endurnýja öll útifötin fyrir nýtt skólaár? Kíktu á bókasafnið með úlpurnar, pollagallana, snjógallana og annað sem er hætt að passa á barnið þitt og sjáðu hvort þú finnir eitthvað sem passar betur.
Luktasmiðja

Luktasmiðja | Fjölskyldustundir á laugardögum Nú styttist í hátíð ljóss og friðar og er þá tilvalið að kíkja á fjölskyldustund á bókasafninu og búa til fallega lukt til að tendra friðarljós. Í þessari notalegu samverustund geta börn og fjölskyldur komið saman og búið til marglitar luktir sem tendra ljós, hið innra og hið ytra, þegar […]
Belonging?

Back for a third show at Salurinn, six foreign-born stand-up comedians living in Iceland ask if they can ever really belong on this island. Hosted by RVK Fringe Award winning comedian, Dan Roh, join this dynamic group of award-winning comedians as they let you into what life is really like as an immigrant in one […]
Listsmiðja fyrir börn og fjölskyldur

Verið hjartanlega velkomin að taka þátt í skemmtilegri listsmiðju með Berglindi Ernu Tryggvadóttur í Gerðarsafni sunnudaginn 10. ágúst frá kl. 13:00-15:00. Listsmiðjan er haldin í tengslum við sýningu Guðrúnar Bergsdóttur og er sunnudagurinn jafnframt síðasti sýningardagur þeirrar sýningar. Þátttaka er börnum að kostnaðarlausu og öll velkomin! Berglind Erna Tryggvadóttir (f. 1993) er myndlistarkona og rithöfundur. […]