Molinn, miðstöð unga fólksins og Salurinn kynna Púlsinn, nýja tónleikaröð sem verður haldin í Salnum, Kópavogi í vor. Markmið Púlsins er að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri að koma fram á tónleikum í einum fallegasta tónleikasal landsins en jafnframt gefa þeim verkfæri og tól til þess að vinna í tónlistarferli sínum.
HáRún
HáRún, eða Helga Rún Guðmundsdóttir, er indí-popp söngvaskáld sem syngur hjartnæm lög á íslensku. Kassagítarinn spilar stórt hlutverk í lögunum og eru laglínurnar grípandi, textarnir einlægir og hnyttnir, og kraftmikla röddin dregur hlustandann nær. HáRún fær mikinn innblástur frá náttúrunni, íslenskum textum og daglegu lífi. Hún gaf út sitt fyrsta lag í febrúar síðastliðinn, lagið Enda alltaf hér, en hefur verið að taka upp fleiri lög til útgáfu. HáRún hefur komið fram með efnið sitt á ýmsum stöðum, t.d. á Airwaves Off-venue í Smekkleysu 2024, í 12 tónum, á Gauknum og núna síðast í Tónabíó. Hún kemur ýmist ein fram eða með öðrum, en hún stefnir á að vera með band með sér á tónleikunum í Salnum.
Laufkvist
Laufkvist er grænkuband sem samanstendur af stofnanda og nafna hljómsveitarinnar Francis Laufkvist, Rósu Sif Welding Kristinsdóttur, Silju Höllu Egilsdóttir og Víf Ásdísar Svansbur. Saman spila þau skemmtilega og fólký tónlist um mikla skógi, árstíðir, tilfinningar og undraverur. Verkefnið hófst almennilega þegar Francis tók þátt í Músíktilraunum árið 2024 og sumarið eftir varð verkefnið að hljómsveit þegar hún spilaði á grasrótar tónlistarhátíðinni Hátíðni. Tónlistin er undir áhrifum ýmissa strauma, meðal annars frá íslensku grasrótinni og popptónlist 7. áratugsins.
Púlsinn
26.mars – Amor Vincit Omnia & Woolly Kind
9.apríl – HáRún & Laufkvist
21.maí – AGLA & Flesh Machine
Molinn er miðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára þar sem hægt að mæta og nota aðstöðuna á ýmsan hátt, til dæmis með að bóka stúdíó og vinna í tónlist, æfa sig á sviði, halda viðburði en einnig til að slaka á, læra eða hafa gaman. Molinn er einnig skipuleggjandi Skapandi sumarstarfa í Kópavogi sem fagna 20 ára starfsafmæli í sumar.