16.okt 12:15 - 13:00

Salurinn

Hinn rómaði tónlistarhópur Nordic Affect kemur fram á hádegistónleikum í Salnum og flytur tónlist sem hverfist um hafið, barokkverk og þjóðlög í bland. Selshamur, fárviðri, hafballaða og margt fleira kemur við sögu en sérstakir gestir verða Ian Wilson blokkflautuleikari og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari sem jafnframt leikur á langspil og hvannarflautu.

Nordic Affect hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistarhópur en hópurinn var stofnaður árið 2005. Gagnrýnendur innan lands og utan hafa hælt hópnum í hástert, m.a. fyrir ‘ineffable synergy between the performers’ (San Francisco Classical Voice), lýst honum sem ‘multi-disciplinary force of nature’ (A Closer Listen) og sem gersemi í íslensku tónlistarlífi (Fréttablaðið). Nordic Affect hlaut tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2013 og var valinn tónlistarhópur ársins innan sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum ári síðar. Nordic Affect hefur jafnframt verið útnefndur sem Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar og var á árunum 2018-2020 staðarhópur Myrkra Músíkdaga.

Nordic Affect hefur frá stofnun 2005 komið fram á fjölda hátíða, þar á meðal TRANSIT Festival (BE), November Music (NL), Skaņu Mežs (LV), KLANG festival (DK), Ensems Festival (SP) og Estonian Music Days (EE). Hópurinn hefur jafnframt tvisvar haldið í tónleikaferð um Bandaríkin. Plötur Nordic Affect hafa verið gefnar út af Smekkleysu, Brilliant Classics, Musmap, Carrier Records, Sono Luminus og Øra Fonogram. Þær hafa hlotið frábæra dóma í erlendum tónlistarblöðum og m.a. ratað inn á lista yfir bestu plötur ársins hjá m.a. The Chicago Reader, 5:4, AnEarful, The Boston Globe, I Care if You Listen og The New Yorker.

Nordic Affect er styrkt af Tónlistarsjóði og Reykjavíkurborg.

Listrænn stjórnandi Nordic Affect er Halla Steinunn Stefánsdóttir.

Ljósmynd: Eva Schram.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

23
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
30
okt
Salurinn
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

25
okt
Salurinn
30
okt
Salurinn
02
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
26
jan
Salurinn
23
feb
Salurinn
30
mar
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
17
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
19
okt
Bókasafn Kópavogs
19
okt
Salurinn
19
okt
Bókasafn Kópavogs
19
okt
Menning í Kópavogi
20
okt
Gerðarsafn
16:30

GÍA

20
okt
24
nóv
Gerðarsafn
20
okt
Gerðarsafn
21
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

19
okt
Salurinn
25
okt
Salurinn
26
okt
Salurinn
27
okt
Salurinn
27
okt
Salurinn
30
okt
Salurinn
02
nóv
Salurinn
14
nóv
Salurinn
21
nóv
Salurinn
29
nóv
30
nóv
Salurinn

Sjá meira