Fjöltyngd listsmiðja fyrir fólk á öllum aldri, börn og fullorðin.
Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum vefnað!
Smiðjan er leidd af listamönnunum Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur og Othoniel Muniz.
Í smiðjunni gefst þátttakendum tækifæri til að búa til sitt eigið vefspjald og vefa einfaldar myndir með innblæstri úr suður amerískum textíl. Allur efniviður verður á staðnum.
Markmið smiðjunnar er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum, flóttafólk, umsækjendur um alþjóðlega vernd, innflytjendur og heimafólk. Smiðjan er haldin í samstarfi við hjálparsamtökin Get Together og í tengslum við sýninguna Að rekja brot.
Smiðjan hentar öllum aldri og er hvorki krafist þekkingar á vefnaði né bakgrunns í listum. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar. Gert er ráð fyrir að börn mæti í fylgd fullorðinna. Smiðjan er á ensku, íslensku og spænsku.
Smiðjan er liður í viðburðaröð sem er skipulögð af hjálparsamtökunum Get Together og Gerðarsafni í tengslum við sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments).
Together – fjöltyngdar listasmiðjur:
Laugardagur, 25. mars frá 13 – 15
Laugardagur, 29. apríl frá 13 – 15
Laugardagur, 13. maí frá 13 – 15.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
_________________________
Join us for a multilingual workshop that brings cultures together through the art of weaving!
Facilitated by artists Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and Othoniel Muniz this workshop offers a chance to learn the basics of card loom weaving. Participants will be provided with all materials needed to make their own card loom and create simple weavings inspired by South American textiles.
The goal of this workshop is to promote intercultural understanding and provide a space for people from different backgrounds to come together and create something beautiful. The workshop is held in collaboration with the aid organization Get Together and in connection with the exhibition „Tracing Fragments“.
This workshop is open to individuals of all ages and skill levels, with no prior experience in weaving required. You can stop by at any time between 1-3pm and stay as long as suits you. Children are expected to be accompanied by an adult. The workshop is in Spanish, Icelandic and English.
This workshop is part of an event series, organized by the organization Get Together and Gerðarsafn Art Museum, held in connection with the exhibition Tracing Fragments.
Together | Multilingual art workshops in Gerðarsafn Art Museum:
Saturday, March, 25, 13 – 15
Saturday, April 29, 13 – 15
Saturday, May 13, 13 – 15
Admission is free and everybody is welcome!