29.mar 13:00 - 15:00

Together | fjöltyngd pappírssmiðja – Carta Fiorentina!

Gerðarsafn

Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum ítalska pappírsgerð – Carta Fiorentina!

Í smiðjunni fá ‏gestir tækifæri til að búa til litríkan ítalskan pappír með marmaraáferð, svokallaðan Carta Fiorentina. Aðferðin er ævaforn, en upphaf hennar má rekja til endurreisnartímans, þegar flórenskir pappírsgerðarmenn komust í kynni við kínverskan pappír í gegnum siglingar arabískra kaupmanna. Á Íslandi hefur slíkur pappír lengi verið notaður til þess að skreyta forsíður innbundinna bóka og má því líta á þessa aðferð sem tákn fyrir samsuðu og gagnkvæm áhrif ólíkra menningarheima.

Leiðbeinendur eru listamennirnir Emilia Telese og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

Markmið smiðjunnar er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum. Smiðjan er opin gestum á öllum aldri og engrar sérstakrar kunnáttu krafist, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum. Gestum er velkomið að kíkja við hvenær sem er á meðan á smiðjunni stendur. Tungumál smiðjunnar eru íslenska, ítalska og enska.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

Deildu þessum viðburði

05
apr
Gerðarsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

29
mar
Salurinn
30
mar
Salurinn
30
mar
Salurinn
31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

01
apr
Bókasafn Kópavogs
01
apr
Bókasafn Kópavogs
01
apr
Gerðarsafn
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

01
apr
Gerðarsafn
03
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira