28.sep 13:00 - 15:00

Together | Fjöltyngd smiðja | Adinkra – afrísk tákn

Gerðarsafn

Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum afrísk tákn frá Gana!

Í þessari spennandi fjölskyldusmiðju fá þátttakendur tækifæri til að prenta tákn á textíl í samræmi við hefðir Asante fólksins í Gana. Adinkra táknin eiga sér langa sögu innan ganískrar menningar. Þau eru oft notuð til að skreyta hluti eins og skartgripi, leirmuni og fatnað, en hvert tákn ber sína merkingu.

HVAÐ Á AÐ KOMA MEÐ:
Komdu með eigin flík, til dæmis langerma eða stuttermabol, til að skreyta með Adinkra táknum að eigin vali! Allt annað efni verður á staðnum

NÁNARI UPPLÝSINGAR:

-Opið fyrir allan aldur
-Engrar reynslu krafist
-Kíktu við hvenær sem er á milli 13-15 og vertu eins lengi og þú vilt
-Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum
-Smiðjan fer fram á ensku og íslensku

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

LEIÐBEINENDUR:

Ahmed Fuseini er listamaður frá Ghana sem er búsettur á Íslandi ‏þar sem hann stundar mastersnám í alþjóðlegum fræðum við Háskóla Íslands. Hann hlaut þjálfun Adinkra list frá unga aldri.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir er íslenskur myndlistarmaður og sýningarstjóri með MA í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hún er stofnandi GETA – hjálparsamtaka sem styðja við hælisleitendur og flóttafólk, meðal annars með ‎ýmsum viðburðum og smiðjum.

Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

21
sep
Bókasafn Kópavogs
12
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
26
okt
Salurinn
09
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16
nóv
Bókasafn Kópavogs
13:00

Ljósgjafar

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira