27.sep 13:00 - 15:00

Together | Fjöltyngd smiðja | Gyotaku 魚拓

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Í þessari vinnustofu er þátttakendum boðið að búa til sín eigin prent með alvöru fiski og nota kartöflustimpil til að gera myndina persónulega. Gyotaku er hefðbundin japönsk aðferð fyrir tegund af prentlist þar sem blek er borið á fisk og síðan þrýst á hrísgrjónapappír til að búa til mynd af honum. Gyotaku á rætur að rekja til fyrri hluta 19. aldar og notuðu sjómenn gyotaku til að skrásetja afla sinn, svipað og „tækifærisljósmyndin“ í dag. Það sem hófst sem hagnýt skráningaraðferð hefur síðan þróast yfir í að vera virt listgrein.

Leiðbeinendur vinnustofunnar eru listakonurnar Kathy Clark og Anne Rombach. Kathy Clark er bandarísk/íslensk myndlistarkona sem býr og starfar á Íslandi. Faðir hennar er bandarískur og móðir hennar er frá Japan. Þau kynntust í Kóreustríðinu í Iwakuni í Japan þar sem faðir hennar var staðsettur í sjóhernum. Kathy ólst upp í Chicago og lærði um japanska menningu frá móður sinni og nýtur þess sérstaklega að elda og borða japanskan mat, sem og ferðast til Japans til að heimsækja fjölskyldu. Sem barn kenndu foreldrar hennar henni, meðal annars, japanska Sumi-blekpenslamálunartækni á hrísgrjónapappír sem varð innblástur að þessari vinnustofu í Gyotaku-fiskaprenti.

Kathy er með BA-gráðu í listum frá San Diego-háskóla og meistaragráðu í myndlist frá San Francisco-listaháskólanum í Kaliforníu.

Anne Rombach er þýsk listakona sem býr og starfar á Íslandi. Hún nam ljósmyndun við Listaháskólann í Leipzig og útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands þar sem hún stundar nú nám í „Listir og velferð“.

Smiðjan er opin gestum á öllum aldri og engrar sérstakrar kunnáttu krafist, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum. Gestum er velkomið að kíkja við hvenær sem er á meðan á smiðjunni stendur. Tungumál smiðjunnar eru enska, íslenska og þýska.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.

Viðburðurinn er styrktur af og menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

11
okt
Bókasafn Kópavogs
18
okt
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
15
nóv
Bókasafn Kópavogs
13:00

Luktasmiðja

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira