Í þessari spennandi smiðju verður gestum boðið að búa til sínar eigin klippimyndir þar sem við munum blanda saman myndum af úkraínskri náttúru og dýrum og, fyrir þau sem vilja, einnig myndum af hefðbundnum úkraínskum páskaeggjum sem kallast Pysanka. Saman munum við fræðast um úkraínskar páskahefðir og uppgötva sögu Pysanka, en í Úkraínu eru páskarnir haldnir hátíðlegir í mun lengri tíma en á Íslandi.
Leiðbeinendur smiðjunnar eru listamennirnir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Iryna Kamienieva en Irina er úkraínskur listamaður og sýningarstjóri sem hefur verið búsett á Íslandi undanfarin þrjú ár.
Smiðjan er opin gestum á öllum aldri og engrar sérstakrar kunnáttu krafist, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum. Gestum er velkomið að kíkja við hvenær sem er á meðan á smiðjunni stendur. Tungumál smiðjunnar eru úkraínska, íslenska og enska.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
—
Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði og Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
//
Together – Багатомовний воркшоп – Колажі із зображенням писанки
Запрошуємо вас на багатомовний воркшоп, присвячений колажам та українським писанкам!
На воркшопі учасникам зможуть створити колажі на папері, поєднуючи зображення традиційних українських писанок та української природи. Разом ми обговоримо наші великодні традиції та відкриємо для себе історію писанки.
Ведучі воркшопу – ісландська художниця Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir та українська художниця і кураторка Ірина Камєнєва.
Воркшоп підходить для людей будь-якого віку та рівня майстерності, але діти повинні бути у супроводі дорослих. Відвідати подію можна у будь-який час. Воркшоп пройде українською, ісландською та англійською мовами.
Подія безкоштовна – запрошуємо усіх охочих.
—
Даний воркшоп проходить у рамках серії подій під назвою Together (“Разом”), організованої Будинком культури міста Копавогур у співпраці з організацією допомоги GETA, з метою посилення інклюзивності та просування міжкультурного взаєморозуміння.
Подія проходить за підтримки Мистецько-культурної ради міста Копавогур та Фонду дитячої культури.
//
Together – Multilingual workshop – Pysanka Ukrainian Paper Collages
Join us for a multilingual Pysanka collage workshop!
In this exciting workshop, participants will be invited to create their own paper collages, mixing images of Ukrainian Pysankas, traditionally decorated Easter eggs, and Ukrainian nature. Together we will learn about Ukrainian Easter traditions and discover the history of Pysanka.
Workshop facilitators are the Icelandic artist Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and the Ukrainian artist and curator Iryna Kamienieva.
This workshop is open to individuals of all ages and skill levels, but children are expected to be accompanied by an adult. Guests are welcome to drop by at any time during the workshop. The spoken languages of the workshop are Ukrainian, Icelandic and English.
Free event – everybody is welcome.
—
This workshop is part of an event series, Together, organized by the Culture Houses of Kópavogur in collaboration with GETA aid organization, with the goal of enhancing inclusiveness and promoting intercultural understanding.
The event is supported by Kópavogur Art and Culture Council and Children’s Culture Fund.