Pláneta

Jorika og Siggi eru stoltir stofnendur Plánetu, verkefni tileinkað heimi skynjunarleiks. Áhugi þeirra á skynjunarleik sprettur frá sameiginlegum bakgrunni í geðheilbrigðisvinnu, ástríðu fyrir eflingu núvitundar og djúpstæðum tengslum við þeirra eigin ferðalag sem foreldrar. Þau uppgötvuðu skynjunarleiki þegar dóttir þeirra var tveggja mánaða gömul en það sem byrjaði sem tilraun heima óx fljótlega og varð […]

Fíngert vatnslitaverk í bílakjallara – gjörningur

Málverkið hefur alltaf verið Sigrúnu Guðmundsdóttur hugleikið og er hún sífellt að kanna litafleti og litasamsetningar sem njóta sín einna helst í málverkum. Þessi sería, sem hún sýnir í listasal Sólheima í samstarfi við Siggu Guðjónsdóttur, hefur verið unnin síðastliðin tvö ár en sumar myndir eru málaðar með þessa sýningu í huga. Hugmyndin er abstrakt; […]

Klippimyndavinnusmiðja

Mary Vesela leiðir vinnusmiðju í klippimyndum fyrir fullorðna. Mary stofnaði Swap Iceland 2020. Mary er fædd í Prag og búsett í Reykjavík. Hún er menntuð í fagurfræði og listsheimpeki, auk starfsmannastjórnunar og fullorðinsfræðslu.

Chewing Kombucha, Swallowing Gum: Vinnusmiðja

Hvernig líður þér varðandi „útrunninn“ mat? Tekurðu bitann upp ef hann dettur á gólfið? Hefurðu tuggið vökva? Leyft laufi að lækna þig? Geturðu borðað list? Þessi dularfulli kokteill af tilvistarlegum og grundvallarspursmálum verður rými til að kanna þessi mál. Tökum fyrir plöntur sem við oft köllum mat, leikum með þær, brögðum á þeim, og finnum […]

Baðtal

Vídjóverkið sýnir ung pör ræða saman um hvað felist í sambandi; fjölbreytilegar hugmyndir um hvað ást sé. Þau ræða saman inni á baðherbergjum og svara spurningum um ást og sambönd þannig að einlægt samtal myndist. Verkið nefnist Baðtal og það er skyggnst inn í einkalíf para með ýmsum umræðum og sögu. Hvað er ástin fyrir […]

Vadsø: Egill Logi Jónasson

Myndirnar á sýningu er unnar út frá för hliðarsjálfsins Drengsins fengsins, til Vadsø í Noregi í ágúst 2023. Þetta var eitt hans mesta ævintýri til þessa. Þar fékk hann að taka þátt í keppni, ekki ósvipaðri Eurovision, sem heitir PanArcticVision. Í henni fékk hann draum sinn að vera stjarna uppfylltan næturlangt… Hægt verður að heyra […]

Fíflast með fíflum

Myndlistarhópur Hlutverkaseturs er listhópur listahátíðarinnar Listar án landamæra árið 2023. Hópurinn mun opna sýninguna Fíflast með fíflum í menningarhúsunum 16. september. Laugardaginn 2. september býður listhópurinn upp á skemmtilega viðburði og þátttökuverkefni sem hverfast meðal annars um fífilinn svo sem fíflakast, fíflakrítar, fíflaratleik og fíflalega málun á trönum. Verið öll hjartanlega velkomin að fíflast með […]

Krakkaleiðsögn um FORA

Komið og sjáið! Súlur, höfuð af nauti og stiga sem leiðir.. ekkert! Örn Alexander myndlistarmaður ætlar að kynna sýningu Rósu Gísladóttur, fyrir börnum og fjölskyldum þeirra. Leiðsögnin er hugsuð þannig að börn komi í fylgd fullorðinna svo úr verði skemmtileg samvera ólíkra kynslóða. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Matvendni barna

Sigrún Þorsteinsdóttir, barnasálfræðingur og doktor í heilsueflingu, betur þekkt sem Café Sigrún, fjallar um matvendni barna og hagnýt ráð í tengslum við matvendni. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll […]

Virðingarríkt uppeldi (RIE)

Guðrún Birna le Sage markþjálfi fjallar um meðvitað og virðingarríkt uppeldi (RIE), uppruna þess og grunnhugmyndafræði þessarar vinsælu uppeldisstefnu og þær viðhorfsbreytingar sem hún kallar á. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis […]

Miðlalæsi og samfélagsmiðlanotkun

Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd, fjallar um miðlalæsi og samfélagsmiðlanotkun. Sagt verður frá niðurstöðum könnunar þar sem rannsóknarefnið var börn og netmiðlar, tækjaeign þeirra og virkni á samfélagsmiðlum, öryggi á netinu, fréttir og falsfréttir svo fátt eitt sé nefnt. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og […]