Kynlíf eftir barneignir

Indíana Rós kynfræðingur spjallar við foreldra um kynlíf eftir meðgöngu og þau áhrif sem nýtt barn hefur á foreldra og samband þeirra. Hún fjallar um breytta líkamsímynd eftir fæðingu og hvernig rækta má kynveru sína og finna aftur til kynlöngunar. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga […]

Þriðja vaktin

Hulda Tölgyes sálfræðingur ræðir við foreldra um þriðju vaktina. Ósýnileg, ólaunuð yfirumsjón og endalaus tilfinningaleg ábyrgð á heimilis- og umönnunarstörfum er þriðja vaktin, vakt sem konur standa oftast einar með áþreifanlegum og alvarlegum afleiðingum. Dregnar verða fram afleiðingar ójafnrar byrði þriðju vaktarinnar og bent á leiðir til lausna. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og […]

Slysavarnir barna

Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar slysavarna barna, fjallar um slysavarnir barna og hvernig tryggja má öryggi þeirra á heimilum og í bílum. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og […]

Kórónusmiðja með ÞYKJÓ

Skapandi samverustund með ÞYKJÓ Nú þegar blóm og lauf fara að detta af stönglum og greinum ætlum við að grípa tækifærið og skreyta okkur konunglega fyrir haustið! Komdu og tylltu þér hjá okkur og búðu til þína eigin kórónu úr náttúrulegum efnivið.

Ævintýrastuð með Þresti Leó og Góa

Leikararnir Þröstur Leó og Gói ætla að bjóða í stuðveislu í Salnum. Þar munu þeir opna stóru ævintýrabókina og hver veit nema allt verði vitlaust…eða rétt. Það kemur í ljós. Sýningin er þannig upp byggð að list leikarans fær að njóta sín. Leikmynd og búningar af skornum skammti og ímyndunaraflið nýtt til hins ýtrasta hjá […]

Ljóðrænn og kraftmikill er saxófónninn

Duo Ultima er skipað þeim Guido Bäumer á saxófón og Aladár Rácz á píanó. Á þessum tónleikum flytja félagarnir einkar kraftmikla og spennandi efnisskrá þar sem hljóma þrjú splunkuný tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson, Charles Ross og Wes Stephens en verkin voru öll samin sérstaklega fyrir Duo Ultima. Ásamt nýju verkunum flytja þeir félagar sónötur […]

Vor og regn

Eggert Reginn Kjartansson tenór, Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari tengja saman sónötur og sönglög eftir Beethoven og Brahms. Boðskapur tónleikanna er að öll él birtir upp um síðir og þrátt fyrir erfiðleika og áföll heldur lífiðalltaf áfram og allt getur blómstrað á ný. Í ljóðaflokknum An die ferne Geliebte syngur söngvarinn óð […]

Rómantísk ljóð

Þema tónleikanna er svo sannarlega rómantíkin, bæði í tónlistarsögulegum skilningi en einnig í viðfangsefni ljóðanna. Náttúran, ástin, lífið og dauðinn skipa þar stóran sess og þegar þessi þemu blandast saman við fallegar línur tónskáldanna verður til stórkostlegur töfraheimur sem áheyrendur geta tengt við, gleymt sér í eða jafnvel látið sig dreyma um.  Efnisskrá:6 Lieder op. […]

Tímaferðalag um tónsmíðar Wagners

Fjölbreytt söngtónlist eftir Richard Wagner. Frönsk ljóð, Wesendonck Lieder og aríur. Á tónleikunum verður boðið upp á tímaferðalag um tónsmíðar Richards Wagner þar sem byrjað er á hans fyrri verkum og síðan þræddir leyndir stígar lita og tónmáls í tímaröð. Wagner var maður leikhúss og tónlistar, og hann hafði þá hugsjón að sameina texta, tónlist, […]

Plöntuskiptidagur að hausti

Vegna fjölda áskorana og ánægju með plöntuskiptidaginn í vor mun Garðyrkjufélag Íslands endurtaka leikinn nú í lok ágúst fyrir utan 1. hæð aðalsafns. Plöntur fóru frekar seint af stað þetta árið svo nú er gott tækifæri til að bæta í safnið og bítta á gersemum hvers og eins. Gott ef þau sem eiga komi með […]

AfterpartyAngel; Earthly treasures

Earthly treasures er vídeó-innsetning sköpuð sérstaklega fyrir Hamraborg Festival. Þrír spilakassar hýsa vídeóverk sem minna á fagurfræði tölvuleikja tíunda áratugarins og tónlistamyndbanda sem saman skapa sannfærandi sjónræna og hljóðræna heild.Elísabet Birta Sveinsdóttir vann þrjú mismunandi vídeóverk í samstarfi við listamennina Joönnu Pawlowsku, Sösu Lubinsku og Weroniku Wysocku. Verkin fjalla öll á sinn hátt um alter-egó […]