,

Spennandi tækifæri í hjarta Kópavogs

Gerðarsafn leitar að rekstraraðila veitingasölu í einstöku umhverfi á besta stað í Kópavogi.


Gerðarsafn leitar að rekstraraðila veitingasölu í einstöku umhverfi á besta stað í Kópavogi. Veitingasalan í Gerðarsafni er í sólríkri glerbyggingu á neðri hæð safnsins með beinu aðgengi að skjólgóðu útisvæði sem er vinsæll áfangastaður allt árið um kring. 

Gerðarsafn stendur fyrir metnaðarfullri sýningardagskrá með megináherslu á samtímalist í glæsilegri byggingu og sækja um 300.000 gestir menningarstarf svæðisins árlega. Safnið er hluti af fjölskylduvænum menningarkjarna ásamt Salnum Tónlistarhúsi, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Útisvæði menningarhúsanna er afar fjölskyldu- og barnvænt, með gosbrunni og fjölbreyttum leiktækjum. 

Samhliða veitingasölu í Gerðasafni eru möguleikar á að þróa veitingasölu fyrir tónleika í Salnum Tónlistarhúsi sem og á ráðstefnum og fundum. Spennandi tækifæri fyrir rétta aðila að þróa veitingareksturs í lifandi og skapandi umhverfi.

Þau sem annast veitingarekstur þurfa að:

• Bjóða upp á fjölbreyttar veitingar sem henta starfsemi safnsins.

• Hafa reynslu og hæfni til að sinna veitingarekstri.

• Búa yfir góðri samskiptahæfni og vera fær um að sinna fjölbreyttum hópi gesta.

• Vera tilbúin til að þróa reksturinn í takt við starfsemi safnsins hverju sinni.

Gerðarsafn er opið alla daga kl. 10-17 og er rekstraraðila unnt að hafa opið lengur eftirsamkomulagi við leigusala. Hið leigða rými er 75 fermetrar og má gera ráð fyrir að staðurinn taki allt að 76 manns í sæti. Auk þess fylgir hinu leigða rými nýuppgert útisvæði sem er 100 fermetrar og getur rúmað 80 gesti við borð. Eldhúsaðstaðan og húsgögn rýmisins voru uppfærð árið 2020.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Brynju Sveinsdóttir forstöðumann Gerðarsafns fyrir 4. janúar, í gegnum netfangið brynjas(hja)kopavogur.is

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR