Útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist

16.04.2016 – 14.05.2016 Laugardaginn 16. apríl kl. 14:00 verður opnuð útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslandsi. Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og er þetta því þriðji árgangur útskriftanema námsbrautanna sem setur fram lokaverkefni sín til opinberrar sýningar og MA varna. Á sýningunni má sjá afrakstur […]
Sara Björnsdóttir | Flâneur

27.05.2016 – 21.08.2016 Sýning Söru Björnsdóttur Flâneur er einskonar sjálfsævisögulegt ferðalag og fjallar um leyndardómsfullt ástand listakonunnar á dvöl hennar í stórborginni Lundúnum þar sem hún sækir sér langþráðan vinnufrið. Hún tekur upp ljóðrænt háttarlag flandrarans (flâneur) sem ferðast án stefnu eða tilgangs um borgina í leit að öllu og engu. Flâneur Textaverk og klippimyndir mynda sögur, […]
Þá | Cycle listahátíð

27.10.2016 – 18.12.2016 Alþjóðlega listahátíð Cycle fer fram í menningarhúsum og almenningsrýmum í Kópavogi í annað skipti dagana 27.-30. október. Samsýning innlendra og erlendra listamanna verður sett upp í Gerðarsafni í tilefni af hátíðinni. Sýningin Þá hverfist um tíma, tíma í tónlist, tímalausar endurtekningar, æfingartíma og þá hugmynd að mögulega sé til annað tilverustig í […]
Andvari | Valgerður Hafstað

10.01.2015 – 22.02.2015 Valgerður Hafstað (1930-2011) nam myndlist í Reykjavík, Kaupmannahöfn og París, en þar lærði hún einnig mósaíkgerð ásamt málaralistinni. Í París bjó hún til ársins 1974 með eiginmanni sínum, André Énard myndlistarmanni, en þá settust þau að í New York þar sem þau stunduðu kennslu samhliða listmálun. Verkin á sýningunni spanna allan listamannsferil […]
Birting

15.05.2015-02.08.2015 Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar. Sýningunni er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um staði á borð við söfn og kirkjur og þær athafnir sem þessum stöðum fylgja. Hvort sem um er að ræða formlegar, lágstemmdar […]
NEW RELEASE | Cycle listahátíð

13.08.2015-11.10.2015 Á sýningunni NEW RELEASE er reynt á þolmörk sniðmengis tónlistar og myndlistar en sýningin er hluti alþjóðlegu listahátíðarinar CYCLE sem fór fram í menningarhúsum og almenningsrýmum í Kópavogi 13.-16. ágúst. Á sýningunni eru verk íslenskra og erlendra listamanna sem standa á mörkum samtímatónlistar, gjörningalistar, myndlistar og hljóðlistar. NEW RELEASE er undir stjórn breska sýningarstjórans […]
Stúdíó Gerðar | Fræðslu- og upplifunarsýning

10.01.2015 – 22.02.2015 Stúdíó Gerðar Helgadóttur er fræðslu- og upplifunarsýning þar sem sýningargestum býðst að líta á bak við tjöldin og forvitnast um listsköpun Gerðar út frá vinnustofunni. Sett hefur verið upp tilraunavinnustofa sem tekur mið af vinnustofu Gerðar Helgadóttur. Fjölbreytt og skapandi verkefni gefa gestum, ungum sem öldnum, tækifæri til að taka virkan þátt […]
Myndir ársins 2014

Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson 28.02.2015 – 04.04.2015 Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á bestu myndum ársins 2014 var opnuð laugardaginn 28. febrúar klukkan 15.00 í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni voru sýndar 116 myndir sem valdar voru af dómnefnd úr 905 myndum 24. blaðaljósmyndara. Veitt voru verðlaun í níu flokkum, þ.e. fyrir Mynd ársins og fyrir bestu fréttamyndina, […]
Ljósið | Ragnar Th. Sigurðsson

28.02.2015 – 04.04.2015 Á neðri hæð safnsisins stóð sýning á myndum Ragnars Th. Sigurðssonar, ljósmyndara og Norðurheimskautsfara, sem hann nefnir Ljósið. Sýningin stóð samhliða sýningunni Myndir ársins 2014 sem haldin var í sýningarsölum á efri hæð Gerðarsafns. Ragnar hóf feril sinn sem fréttaljósmyndari árið 1975. Hann setti á stofn eigið ljósmyndastúdíó Arctic-Images árið 1985 og hefur […]
MA 2017 Útskriftarsýning

06.05.2017 – 21.05.2017 06.05.2017 – 21.05.2017 Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands var haldin í Gerðarsafni 6.maí til 21. maí 2017. Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og var þetta fjórði árgangur meistaranema sem sýndi útskriftarverkefni sín í Gerðarsafni. Á sýningunni mátti sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á […]
Innra, með og á milli

03.06.2017 – 20.08.2017 03.06.2017 – 20.08.2017 Á sýningunni Innra, með og á milli er Gerði Helgadóttur (1928-1975) boðið að taka þátt í samfelldu samtali listamannanna Ragnheiðar Gestsdóttur (IS), Theresu Himmer (DK/IS) og Emily Weiner (US). Samtal þeirra og könnun á ólínulegri túlkun á stað og tíma, tungumáli og þýðingum tók á sig áþreifanlega mynd haustið […]
Staðsetningar

07.10.2017 – 29.10.2017 03.11.2017 – 07.01.2018 Staðsetningar var sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem unnið hafa með málverkið um árabil. Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur hafa báðir mótað með sér persónulega nálgun í rannsóknum sínum á náttúru, stöðum og staðsetningum. Sett var upp sýning í tveimur hlutum. Á fyrri hluta sýningarinnar […]